Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 16
— Já, og Sófus er frændi minn og hann er ágætur .... Ég heiti Bæk eins og þau, Inga Bæk, og ég ætla að verða hérna allt sumarleyfið. Fólkið mitt hérna er nú hálf skrítið, en ég get ekki gert að því, og við tvær getum verið góðir vinir, hvað sem því líður .... Heldurðu kannske ekki, að við geturn gert okkur rnargt til gamans. Lena tók því ólíklega. — Ég er nú ekki sérlega skemmtileg, sagði hún. — Okkur verður heldur ekki leyft að leika okkur saman .... Svo líkar öllum illa við mig og mér er alveg sama. — Líður þér ekki vel hjá Jens ökumanni? spurði Inga. — Mér fannst hann vera svo góður við mig. — Þau eiga nú marga krakka sjálf, sagði Lena kuldalega. — Ég er heldur ekki lag- leg eins og frænka mín. Okkur kemur illa saman. Hún stríðir mér og þá verð ég vond. — Bannar mamma hennar henni ekki að stríða þér? spurði Inga. Hún hugsaði til móður sinnar. Alltaf skarst hún í leik- inn, þegar Elín fagra ætlaði að verða of nærgöngul. Lena blés fyrirlitlega. — Hún má allt, sem hún vill. Þau láta allt eftir henni. Lena þagnaði og dökku augun hennar tindruðu af gremju. — En það er nú samt betra fyrir hana að vera ekki að stríða mér á. .... Lena roðnaði og varð feimin. — Ég á við kryppuna. Ef frænka heyrir hana gera það þá fær hún ráðningu. Þegar Lena minntist á litla strákinn, þá glaðnaði yfir henni. — Ef hann væri ekki, þá gæti ég ekki lifað, held ég, sagði hún. Hún gleymdi því, sem hún var að gera, settist niður í einn runnann og hélt á- fram: — Ég hef að mestu leyti gætt hans ein síðan hann var pínu lítill. Frænka hefur svo mikið að gera. Þú getur ekki ímynd- að þér, hvað hann er inndæll, þegar hann. breiðir út faðminn á móti mér. Honum þykir vænt um mig og sér alls ekki að — — að ég er ekki eins og önnur börn. Lena varð niðurlút og það komu drættir kring urn munninn á henni. Það var ann- ars undarlegt, að hún skyldi geta talað svona frjálslega við þessa ókunnugu stúlku. En hún hafði svo lengi saknað þess að eiga engan félaga, einhvern á hennar aldri, sem hún gæti bæði trúað fyrir raunum sín- um og gleði. Og hún hafði ekki hugsað 'iim annað en Ingu síðan um morguninn. Það hefðu ekki allir tekið því, sem gerðist þá á sama hátt og hún. Inga skildi hana, settist niður í runnann við hlið hennar og fór að fitla við aðra síðu og dökku hárfléttuna hennar ofurlítið vandræðalega. — Komdu einhvern tíma með hann hing- að upp í garðinn, sagði hún og brosti sínu blíðasta brosi. — Mér þykir svo gaman að svona litlum krökkum. Við getum báð- ar leikið við hann og verið reglulega mikið saman. Og ég ætla að spyrja mömmu, hvort þú megir ekki einhvern tíma koma til okk- ar. Væri það ekki gaman? Ilefur þá nokk- urn tíma komið til Kaupmannahafnar? Lena virtist verða glöð í fyrstu, en allt í einu dimmdi yfir svip hennar. — Þakka þér fyrir, sagði hún, — en mér verður aldrei lofað að fara, það veit ég vel, og þú færð sennilega ekki heldur leyfi til að bjóða mér. Það er engin prýði að mér neins staðar, skal ég segja þér, og ekki heldur nein skemmtun, ég get ekki gert að því, að ég þarf alltaf að vera að hugsa um þetta, sem þú veizt. — Heyrðu mig nú, Lena! Þú mátt ekki alltaf vera að hugsa um það. Inga var enn ofurlítið feimnisleg. — Margir eiga mkilu örðugra en þú, en verða samt bæði vitrari og duglegri en hinir, sem allt leikur í lyndi hjá. — Langar þig ekki til að læra eitt- hvað, þegar búið verður að ferma þig, til 102 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.