Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 12
JOHANNE KORCH: Sumarleyfið hennar Ingu Þýtt hefm SIGURÐUR HELGASON VI. Borðstofan var stór og björt og morg- unnverðurinn stóð á borðinu. Rikka frænka hafði stóran hlaða af smurðu brauði fyrir framan sig og var að borða hafragrautinn, þegar Inga kom inn. Það var annars skrítið hvað hún var mögur, ef hún borðaði skammt eins og þennan á hverjum degi. Hún kinkaði ofurlítið kolli til Ingu og bað hana að láta þær vita í eldhús- inu, að hún væri komin til að borða. — Þú getur líka sagt þeim, að frændi þinn sé kominn. Eg heyri til hans í stig- anum. — Góðan daginn. Sófus frændi kom inn í borðstofuna og var enn þá gráföl- ari og aumingjalegri en kvöldið áður. Hann var í snjáðum og litlausum set- slopp og vafði honum að sér eins og honum væri kalt. — Eg svaf illa. Eg hafði höfuðverk í alla nótt og mér var líka illt í maganum. — Það er ekki furða, þegar þú treður í þig mat, sem þú þolir ekki, sagði syst- ir hans þurrlega. — Reyndu að halda þér við léttmetið eins og þú átt að gera og hreyfðu þig ofurlítið meira. Þá batn- ar þér víst fljótlega. Rikka frænka var ekkert að vorkenna honum. Hún hellti svörtu og ilmandi kaffinu í bollann sinn og virtist ekki hafa minnstu samvizku af því, þó að hann mætti ekki bragða þann góða drykk. Hann brosti biturlega, dró til sín disk með þunnum, steiktum hveitibrauðs- sneiðum og hellti lapþunnu tei í bolla handa sér. Nú opnuðust dyrnar fram í eldhúsið og jómfrú Severína Sívertsen gekk há- tíðlega inn með bollabakka í hendinni. Inga átti bágt með sig að fara ekki að hlæja, því að hún mundi allt í einu eftir samtali sínu við Önnu um morgun- inn. Það var orð að sönnu. Severína var nauðalík------hm, manneskju, sem þær þekktu báðar. Sami klæðnaðurinn, sami þyrkingssvipurinn á þeim báðum, þunn- ar, samanpressaðar varir og hvöss augu, báðar sama súrdeigið. Severína bauð góðan dag, lágmælt og alvarlega og rétti Ingu disk með hafra- graut. Þetta var ekki sérlega glaðlegt borð- hald, þó að allt væri að öðru leyti gott og yndislegt þennan fagra morgun. Ingu flaug í hug, hvort það væri ekki gustuk að reyna að koma svolitlu lífi í þau. 98 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.