Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 25
túnið og hlíðina fyrir ofan bæinn. Þá lærði hann að þekkja fögur blóm og tré og hlusta á sögu þeirra. Enn þá geymdi hann minn- ingar frá hljóðum rökkurstundum, þegar hann hjalaði í trúnaði við brjóst móður sinnar og hlustaði á ævintýri og þulur, unz hún söng hann í svefn. Hann mundi litlu lömbin, sem hann hoppaði með yfir þúf- ur og steina, holt og hæðir. Á bæjarveggn- um að húsabaki átti hann kæra vini, það voru örsmáir ófleygir ungar, sem göptu fálmandi út í loftið. Hann verndaði þá eftir beztu getu og var þeim trúr og hollur. Það leið bros um varir öldungsins, en aðeins litla stund. Endurminningarnar komu hver eftir aðra.-------- Lítill drengur, 11 ára, sat við gluggann. Það var jólanótt. Hann ritaði köldum fingrum í frostrósirnar, vonsvikinn og ráð- þrota. Mamma var döpur og hljóð. Syst- kinin ungu svifu um lönd draumanna. Þar undu þau í heimum óska sinna og vona. Lítil fátæk börn, en frjáls í sakleysi sínu og trú. Pabbi var ekki heima. Hann var einn úti í kaldri skammdegisnóttinni.--- Leiðin var löng og villugjörn heim frá beitarhúsunum. Seinni hluta dags kingdi niður smáum hvítum flygsum. Þær svifu í loftinu eins og vængjaðar verur í ótal krókum og hlykkjum, unz þær loks lögð- ust mjúklega á freðna jörðina. Kvöldið kom, aðfangadagskvöld. Stormurinn ískraði og gelti við burstir baðstofunnar. Niðamyrkur — hörku frost. Það var komin glórulaus iðandi stórhríð. Drengurinn situr við gluggann, bíður og starir, biður og vonar, biður.. Nóttin leið. Enginn veit sinn næturstað. Örlaganornin skilaði ekki aftur herfangi sínu. Lítill drengur 11 ára féll í fang móður sinnar og sór henni ævilanga tryggð. Það var jólagjöf hans til tregandi móður, arfur föðurins til lífsins. Tár móðurinnar hrundu UNGA fSLAND niður vanga drengsins. Hann sjálfur háði innri baráttu. Hann strengdi fögur heit. Frækorn, sem nú festu rætur í sál barnsins, áttu eftir að marka lífsbraut hans og lífs- viðhorf. í skjóli fallinna stofna vaxa stundum fögur blóm. Og árin liðu. Björn varð fullvaxta mað- ur..... Það var seint á útmánuðum. Ungi bónd- inn á Fjalli var snemma á fótum. Hann átti erfitt með svefn upp á síðkastið. Veturinn hafði vcrið óvenju harður og heyfrekur. Menn biðu óþreyjufullir eftir hlýindum vorsins og grænum grösum. Margur fjáreigandinn átti nú þung spor með hjörð pnni. Það var sárt að hlusta á hungurjarm skepnanna, en geta litla björg veitt. Bóndinn á Fjalli var raunar ekki sem verst stæður sjálfur, en liann fann til með sveitungum sínum og samferðamönnum. Ivvöl skepnunnar var líka söm, hver sem eigandinn var. Nokkrir fleiri bændur voru aflögu færir. Bóndi gekk til fjárhúsa sinna úti á túninu. Ærnar lágu makindalegar og jörmuðu. Þær litu vinalega til húsbónda síns. Sæld og áhyggjuleysi skein úr augum þeirra. Bóndi dokaði við. Síðan leit hann á heybirgðirnar. Jú, hann hlaut að vera tryggur á hverju sem gengi, en ekkert meir. Nú var kannske ástæðulaust að gera ráð fyrir hinu versta. Batinn gat komið þá og þegar. Bóndinn á Fjalli mældi heystabbann með augunum. Hann var nú fastur stabba- skömmin og drjúgur í meðferð. Ekki mundi nú ánægjan mikil, ef á næstunni brygði til betra, að eiga hey í hlöðu, þegar nágrann- arnir höfðu fargað bústofninum eða kvalið hann fram til lítils gagns. Nei, vissulega ekki. Ef hann hjálpaði- nú, þá myndu 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.