Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 20
ars er alveg vonlaust mn þig, og þá kenni ' ég þér ekki spilaþrautina, sem við vorum að tala um. — Já, eyðimerkurferðina! Nei, heyrðu nú,Inga .. . — Kemur ekki til mála. Inga var komin fram í dyrnar. — Flýttu þér nú. Ilún hvarf út úr dyrunum, en liann skreiddist fram úr rúminu, nöldrandi við sjálfan sig. Skömmu síðar gat að líta kátlega sýn á grasbalanum bak við garðskálann. Þar stóð Sófus frændi á gráum buxum og skyrtunni og hoppaði berfættur á gamla sloppnum sínum, sem breiddur hafði verið á grasið. — Einn — tveir, einn — tveir .... Inga hoppaði með , miklum ákafa fyrir framan hann. — Staðar nem, og Inga lagðist á bakið. — Nú hjólum við, svona .... Þú ert miklu duglegri en í gær. Þetta er ágæt æfing. Svo hlaupum við tvo hringi um blettinn .... — Búið. Það var skrítin sjón að sjá Sófus frænda gera allar þessar leikfimisæfingar og meira að segja vanda sig eins og bezt hann gat. Hann var stirður eins og staur eins og Inga sagði, gráiolt andlitið varð eldrautt af áreynslunni og svitinn perlaði á enni hans. — Er ég bráðum orðinn eins góður og Ovi bróðir? spurði hann lafmóður meðan Inga var að hjálpa honum í sloppinn. — Þú ert á réttri leið, frændi, sagði Inga kotroskin. — Bráðum verður þú alveg hraustur í maganum. Eg skal segja þér það, að ein kennslukonan í skólanum seg- ir, að leikfimi sé meðal við öllum lasleika, og ef foreldrar okkar eða aðrir, sem við þekkjum, liggi og móki í rúminu á morgn- ana, þá skyldum við reyna að fá þau til að iðka leikfimi. Það var hún, sem kom pápa til að byrja á því. — Og gleymdu nú ekki að drekka vatnið, sein Anna lét upp í herbergið. Fólk verður að þvo sér bæði utan og innan, segir hún .... Nú fer ég mína leið. Þykir þér ekki gott, að ég skuli vekja þig? Er ekki fallegt hérna út.i svona snemma? Inga hljóp af stað og Sófus frændi stóð og horfði á eftir henni. — Myndarstúlka, sagði hann við sjálfan sig. — Jlún sigrar alla. Síðan gekk hann hljóðlega upp í her- bergi sitt aftur. Það var nú rétt vika síðan, að hún hafði komið inn til hans einn morgun og ekki linnt látum fyrr en hún kom honum á fæt- ur. Hann gat varla trúað sjálfum sér, þeg- ar hann fór að klæða sig, en hún hafði beðið og sært og freistað, þangað til hon- um var ekki fært annað en að láta undan. Hún hafði að minnsta kosti sigrað hann. Og nú mundi hann sakna þessara morg- unstunda, ef hún hyrfi allt í einu. Það var eins og allir hlutir væru glaðlegri á svip svona snemma dags, og hann hafði áreið- anlega sofið betur en áður síðustu næt- urnar. — Og nú væri gaman að sjá hann Ova bráðum, þann gamla þrjót, hugsaði Sófus. — Og Rikka ræfillinn hefði víst ekkert á móti því heldur. En munnurinn getur á skömmum tíma talað þau orð í reiði, sem mörg ár þarf til að gleyma og þau eru bæði þver og þrjózk. Sófus hristi höfuðið og hélt áfram að þvo sér og klæða sig. Inga fór alltaf hljóðlega fram hjá her- bergisdyrum og gluggum frænku sinnar á morgnana, en Rikka frænka vissi meira um ferðir hennar en hana grunaði. Iíún svaf ekki alltaf lengi fram eftir, þó að hún væri farin að láta það eftir sér, síðan árin færð- ust yfir hana að vera í rúminu fram undir morgunverð, og hún bæði sá og heyrði. Ilún heyrði fótatak Ingu í göngum og stig- um og fagnaðaróp hennar, þegar hún varð hrifin af einhverju fallegu, sem hún sá. — Hvað getur barnið verið að gera á fætur svona snemma? hugsaði hún, fór stundum 106 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.