Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 30

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 30
Læknirinn var orðinn bæði ákafur og æstur, allir sögðu viðstaddir: — Guð sé okkur næstur! Systir Reglustrika, þá sagði Pennastokkur, settu um háls hans trefilinn, við flýta verðum okkur. Gunnar litli hugsaði: — Það var gott að hann ég faldi! En glópska var að álíta, að slíkt kæmi að haldi, því Reglustrika dó ekki ráðalaus af slíku og rétt fannst henni ekki að fáta í þvíumlíku, að trefillinn var horfinn. Nú gránaði drengsins gaman, því gólfábreiðuna tók hún og vöðlaði henni saman og vafði svo um háls hans, slíkt gerði hann alveg æfan, því auðvitað var gólfábreiðan næstum búin að kæfa ’ann. Vonum bráðar fann hann, að vensnaði enn þá sagan. — Við verðum, sagði læknirinn, að gefa ’onum nudd á magann. Ég hugsa, að bezta meðalið í okkar apoteki, sem á við svona tilfelli, sé lítið eitt af bleki. Pennastokkur læknir, þá sagði íslandssagan, sagðirðu ekki að við skyldum nudda á honum magann? Pennastokkur læknir, sagði Litla gula hænan, mig langar til að nudda’ ’ann og gefa ’onum einn vænan. Pennastokkur læknir, sagði Landafræðiskruddan, leyfist mér að bjóða fram aðstoð við að nudda hann? Tilboðunum læknirinn tók með rniklum þökkum, þá tóku þær að nudda hann með voðalegum stökkum og hoppum ’oná maga hans, á huppum hans og nárum. Það var hræðilegt, og Gunnar litli flaut allur í tárum. Heilsufræðin bar sig við að halda á honum fótum, svo hann gat ekki sparkað og var alveg á mótum þess að fara að góla eða gefast upp og deyja. Svo gat hann ekki neitt af þessu og þorði ekkert að segja. Læknirinn kom með trésleif, og tuttugu dropa af bleki, hann talið hafði í sleifina úr sínu apoteki. Hann hallaði því næst sleifinni til að hella upp í drenginn, Þá hrópaði Gunnar loksins: — Nei, þetta drekkur enginn! Svo beit hann saman tönnum og blekið rann í straumum beina leið í koddann í löngum, svörtum taumum. Þá þusaði Pennastokkur: — Þetta er vondur strákur, þrákálfur hinn mesti og í orðum feikna hákur. Og enn á ný í sleifina hann dropa tók að telja. og taldi að naumast væri um önnur ráð að velja. 116 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.