Unga Ísland - 01.07.1944, Page 12

Unga Ísland - 01.07.1944, Page 12
JOHANNE KORCH: Sumarleyfið hennar Ingu Þýtt hefm SIGURÐUR HELGASON VI. Borðstofan var stór og björt og morg- unnverðurinn stóð á borðinu. Rikka frænka hafði stóran hlaða af smurðu brauði fyrir framan sig og var að borða hafragrautinn, þegar Inga kom inn. Það var annars skrítið hvað hún var mögur, ef hún borðaði skammt eins og þennan á hverjum degi. Hún kinkaði ofurlítið kolli til Ingu og bað hana að láta þær vita í eldhús- inu, að hún væri komin til að borða. — Þú getur líka sagt þeim, að frændi þinn sé kominn. Eg heyri til hans í stig- anum. — Góðan daginn. Sófus frændi kom inn í borðstofuna og var enn þá gráföl- ari og aumingjalegri en kvöldið áður. Hann var í snjáðum og litlausum set- slopp og vafði honum að sér eins og honum væri kalt. — Eg svaf illa. Eg hafði höfuðverk í alla nótt og mér var líka illt í maganum. — Það er ekki furða, þegar þú treður í þig mat, sem þú þolir ekki, sagði syst- ir hans þurrlega. — Reyndu að halda þér við léttmetið eins og þú átt að gera og hreyfðu þig ofurlítið meira. Þá batn- ar þér víst fljótlega. Rikka frænka var ekkert að vorkenna honum. Hún hellti svörtu og ilmandi kaffinu í bollann sinn og virtist ekki hafa minnstu samvizku af því, þó að hann mætti ekki bragða þann góða drykk. Hann brosti biturlega, dró til sín disk með þunnum, steiktum hveitibrauðs- sneiðum og hellti lapþunnu tei í bolla handa sér. Nú opnuðust dyrnar fram í eldhúsið og jómfrú Severína Sívertsen gekk há- tíðlega inn með bollabakka í hendinni. Inga átti bágt með sig að fara ekki að hlæja, því að hún mundi allt í einu eftir samtali sínu við Önnu um morgun- inn. Það var orð að sönnu. Severína var nauðalík------hm, manneskju, sem þær þekktu báðar. Sami klæðnaðurinn, sami þyrkingssvipurinn á þeim báðum, þunn- ar, samanpressaðar varir og hvöss augu, báðar sama súrdeigið. Severína bauð góðan dag, lágmælt og alvarlega og rétti Ingu disk með hafra- graut. Þetta var ekki sérlega glaðlegt borð- hald, þó að allt væri að öðru leyti gott og yndislegt þennan fagra morgun. Ingu flaug í hug, hvort það væri ekki gustuk að reyna að koma svolitlu lífi í þau. 98 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.