Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 70
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPBLAGS ÍSLENDINGA
manns Stephánssonar, og hesta-
vinum mun þykja gott bragð að:
“Þyt leit eg fóthvatan feta,
fold hark en mold sparkið þoldi,
grjót fauk, því gat vakur skotið,
gekk tíðum þrekk hríð á rekka;
rauk straumur, ryk nam við himin,
rétt fór og nett jór á spretti;
ei sefast ákafa lífið;
öll dundu fjöll, stundi völlur.”
Munu flestir mæla, að klaufar í
kveðskap nái ekki slíkri vekurð úr
skáldafáknum. Einnig er það eftir-
tektarvert að skáldið yrkir hér und-
ir fornum hætti, en gömlu bragar-
hættirnir íslenzku urðu honum þeg-
av stundir liðu fram áhrifamesta
og fágaðasta ljóðaformið. Bert er
það ennfremur, að liið unga skáld
á óveniumikið vald yfir móðurmáli
sínu. Ekki getur um neina þýðingu
eftir séra Jón frá tímabili því, sem
um ræðir. Skáldið er auðsjáanlega
að þreifa fyrir sér; liann hefir eigi
enn fundið sjálfan sig. Þess var
enn all-langt að bíða, að hugur
lians beindist að bókmentalegum
efnum.
Næstu fjögur árin (1768—72)
hafa sömu sögu að segja. Pátt
kvæða liggur eftir skáldið frá þeim
árum og engin stórvægileg. Nefna
má “Mansöngsvísurnar”, sem liann
orti til Jórunnar þeirrar er hann
unni: þær varpa nokkurri hirtu á
líf skáldsins og skapferli; en eiga
hins vegar lítið skáldskapargildi.
Líklegt er talið að þýðing séra
Jóim á hinum fræga útfararsálmi
Prúdentíus sé frá þessum tíma; ef
]iað er rétt til getið, er það þá fyrsta
merkisþýðing skáldsins. Hún er ná-
kvæm að efni og bragarhætti og
lipur í orðalagi; tekur fram hinum
eldri þýðingum af sálminum. Það
leynir sér ekki að hér er komandi
skáld að verki, þó sjá megi, að hon-
um eru enn eigi vængir fullvaxn-
ir. Áhugi hans á meiriháttar rit-
störfum hafði ekki vakinn verið
enn sem komið var. “Skaplyndi
lians lýsir sér og,” segir Jón Sig-
urðsson í æfisögu skáldsins, “að
hann hefir um þær mundir verið
léttlyndur og síglaður, hugsað lítt
fram en tekið hverja stundargleði
með báðum höndum, en ekki all-
sjaldan verið gjálífur og léttúðugur
í orðum, en þó jafnan góðlyndur
og viðkvæmur” (Ljóðaból II. bls.
xxv___XXVI) _
Á þessum árum átti skáldið í
margskonar vafstri og andstreymi,
svo að engin von var til, að hann
fengi hneigst að, hvað þá helgað
sig, umsvifamiklum bókmentastörf-
um. Prestskapur hans hafði farið
út um þúfur, í bráð, vegna kvenna-
máls lians, og má ætla, að það
hafi ekki orðið sársaukalaust af
hans hálfu, þó léttlyndur væri. Þar
við bættist að bókmentasmekkur
og bókmentaáhugi almennings var
ekki kominn á það stig, að skáldið
fyndi þar hvatning til nýrra og
stóiTa afreka í ritmensku.
En séra Jóni til happs og íslenzk-
um bókmentum til hagnaðar, kom
honum hvöt til framsóknar úr ann-
ari átt. Árið 1773 varð hann starfs-
maður við Hrappseyjarprentsmiðj-
una nýstofnuðu. Komst hann þá i
náin kynni við aðalfrömuð þess
þjóðþrifafyrirtækis, Ólaf Ólafsson
(Olavius), hókmentavin og liug'
sjónamann. Vakti hann athygli séra