Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 70
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPBLAGS ÍSLENDINGA manns Stephánssonar, og hesta- vinum mun þykja gott bragð að: “Þyt leit eg fóthvatan feta, fold hark en mold sparkið þoldi, grjót fauk, því gat vakur skotið, gekk tíðum þrekk hríð á rekka; rauk straumur, ryk nam við himin, rétt fór og nett jór á spretti; ei sefast ákafa lífið; öll dundu fjöll, stundi völlur.” Munu flestir mæla, að klaufar í kveðskap nái ekki slíkri vekurð úr skáldafáknum. Einnig er það eftir- tektarvert að skáldið yrkir hér und- ir fornum hætti, en gömlu bragar- hættirnir íslenzku urðu honum þeg- av stundir liðu fram áhrifamesta og fágaðasta ljóðaformið. Bert er það ennfremur, að liið unga skáld á óveniumikið vald yfir móðurmáli sínu. Ekki getur um neina þýðingu eftir séra Jón frá tímabili því, sem um ræðir. Skáldið er auðsjáanlega að þreifa fyrir sér; liann hefir eigi enn fundið sjálfan sig. Þess var enn all-langt að bíða, að hugur lians beindist að bókmentalegum efnum. Næstu fjögur árin (1768—72) hafa sömu sögu að segja. Pátt kvæða liggur eftir skáldið frá þeim árum og engin stórvægileg. Nefna má “Mansöngsvísurnar”, sem liann orti til Jórunnar þeirrar er hann unni: þær varpa nokkurri hirtu á líf skáldsins og skapferli; en eiga hins vegar lítið skáldskapargildi. Líklegt er talið að þýðing séra Jóim á hinum fræga útfararsálmi Prúdentíus sé frá þessum tíma; ef ]iað er rétt til getið, er það þá fyrsta merkisþýðing skáldsins. Hún er ná- kvæm að efni og bragarhætti og lipur í orðalagi; tekur fram hinum eldri þýðingum af sálminum. Það leynir sér ekki að hér er komandi skáld að verki, þó sjá megi, að hon- um eru enn eigi vængir fullvaxn- ir. Áhugi hans á meiriháttar rit- störfum hafði ekki vakinn verið enn sem komið var. “Skaplyndi lians lýsir sér og,” segir Jón Sig- urðsson í æfisögu skáldsins, “að hann hefir um þær mundir verið léttlyndur og síglaður, hugsað lítt fram en tekið hverja stundargleði með báðum höndum, en ekki all- sjaldan verið gjálífur og léttúðugur í orðum, en þó jafnan góðlyndur og viðkvæmur” (Ljóðaból II. bls. xxv___XXVI) _ Á þessum árum átti skáldið í margskonar vafstri og andstreymi, svo að engin von var til, að hann fengi hneigst að, hvað þá helgað sig, umsvifamiklum bókmentastörf- um. Prestskapur hans hafði farið út um þúfur, í bráð, vegna kvenna- máls lians, og má ætla, að það hafi ekki orðið sársaukalaust af hans hálfu, þó léttlyndur væri. Þar við bættist að bókmentasmekkur og bókmentaáhugi almennings var ekki kominn á það stig, að skáldið fyndi þar hvatning til nýrra og stóiTa afreka í ritmensku. En séra Jóni til happs og íslenzk- um bókmentum til hagnaðar, kom honum hvöt til framsóknar úr ann- ari átt. Árið 1773 varð hann starfs- maður við Hrappseyjarprentsmiðj- una nýstofnuðu. Komst hann þá i náin kynni við aðalfrömuð þess þjóðþrifafyrirtækis, Ólaf Ólafsson (Olavius), hókmentavin og liug' sjónamann. Vakti hann athygli séra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.