Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 35
SÉRA ALBERT E. KRISTJÁNSSON:
Jón Jónsson (frá Sleðbrjót)
ALD ARMINNIN G
»Og það er íslands hæsta hrós
1 hugarsjón og ritum,
Áð eiga þessi augun Ijós
í alþýðunnar vitum,
Frá lágu bónda sæti er sjá
Um sína veröld alla
í sveitarþröng og hömlum hjá:
Hvert hafsins straumar falla.“
Ljóðlínurnar hér að ofan eru
teknar úr kvæði, er Stephan G.
^tephansson orti árið 1924 um Jón
Jónsson (frá Sleðbrjót) látinn, og
yerður enn vitnað í það kvæði síðar
1 greinargerð þessari.
E>að er ekki ætlun mín með þess-
Urn hnum, að rita æfisögu Jóns; til
Þess skortir mig heimildir, enda
Sjöri ég ráð fyrir að það verði gjört
(°g ætti að verða gjört heldur fyr
en síðar) af einhverjum hinna
^örgu rithæfu manna á íslandi, þar
®eni öll nauðsynleg gögn eru fyrir
endi. Hitt hafði ég ætlað mér: að
skialfesta nokkra drætti í þeirri
^nynd, sem ég geymi í eigin huga af
einum af hinum merkari og mér
kærum samtíðarmanni.
Less eins má geta hér, að Jón var
°niinn af góðu bændafólki í Norð-
ur-Múlasýslu og vísa ég um það til
^lnianaks O. S. Th. fyrir árið 1914,
JÓN JÓNSSON
en um framætt hans til sama Alman-
aks fyrir árið 1936. Þar er að finna
ættartölu Sigríðar Bjarnadóttur,
eftir náfrænda hennar, séra Einar
Jónsson, prófast, frá Hofi. En þau
Sigríður Bjarnadóttir og Jón frá
Sleðbrjót voru bræðrabörn. Er þessi
ætt rakin til margra merkustu
manna landsins gegnum aldirnar og
til ýmsra hinna frægustu landnáms-
manna; þar á meðal Ingólfs Arnar-
sonar.
íslendingar hafa jafnan lagt mikið