Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 37
JÓN JÓNSSON
17
andlegar gáfur og meiri fróðleiks-
löngun en alment gerist. Jón hafði
þessar gáfur og þessa þrá í ríkum
ttiæli. Hann var síspyrjandi og síleit-
andi; athugull og gætinn; fordóma-
laus og fús að líta á hlutina frá öll-
nm hliðum áður en hann sló nokkru
föstu. Hann var áreiðanlega efni í
hinn ágætasta fræðimann. Þegar ég
kyntist honum hér vestra gat ég ekki
snnað en dáðst að þekkingu hans og
skilningi, ekki aðeins á íslenzkum
hókmentum og sögu heldur líka á
sögu og bókmentum annara þjóða;
en einkum dáðist ég þó að skarp-
skygni hans og skilningi á stefnum
°g straumum samtíðar sinnar, er
§erði honum mögulegt að sjá langt
fram í framtíðina, eða eins og
Stephan G. Stephansson orðaði
þetta:
þú varst einn aj þessum, Jón,
Sem þjóða skildir verkin.
Og hvessa árdags-augna sjón
Langt inn í stejnumerkin —
Með jögnuð alt þú lagðir lið
listum, sannleik, jrelsi,
bó tryðir, að yrði beðin bið,
Unz brysti sérhvert helsi.“
Snemma var áhugi Jóns fyrir al-
^nenningsmálum vakinn og fór hann
aÖ taka virkan þátt í héraðs- og
andsmálum þegar hann var um eða
innan við þrítugt. „Hann var stöðugt
i sveitarstjórn úr því, nema tvö ár,
Par til hann flutti vestur um haf:
ýmist hreppsnefndarmaður, oftast
°ddviti, sýslunefndarmaður, vara-
ttiaður í amtsráði síðustu árin og
reppstjóri í eystri hluta Vopna-
fjarðarhrepps frá 1900 til 1903. Póst-
afgreiðslumaður var hann líka þau
ár, og afgreiðslumaður erlendra
skipa.“
(Það sem hér er sagt um stjórn-
málaferil Jóns, er orðrétt tekið upp
úr grein Jóhanns Pálssonar, sem
áður er vitnað til).
„Árið 1886 bauð Jón sig fram til
þingsetu fyrir Norður-Múlasýslu, en
féll með litlum atkvæðamun fyrir
Einari sýslumanni Thorlacius. Átti
Jón um þær mundir talsverðri mót-
stöðu að mæta, einkum af hendi
„heldri manna“ sýslunnar. Hann
hafði skrifað í blaðið „Austra“ all-
harðorðar aðfinningar um búnaðar-
skólann á Eiðum; höfðaði þá skóla-
stjóri, Guttormur Vigfússon, mál á
móti Jóni; urðu í því máli svo miklar
vitnaleiðslur, að málsskjölin voru 76
þéttskrifaðar stórar arkir, en það
fór úr héraði fyrir yfirdóm. Tapaði
Jón málinu bæði í héraði og fyrir
yfirdómi, og var dæmdur í 100 króna
sekt og allan málskostnað, er nam
nær 600 krónum. Var það margra
mál, að þar hefði margur góður
drengur svarið „loðinn eið“ á móti
Jóni. Málskostnað og sekt borgaði
Jón þegar að fullu, og átti þá fremur
erfiðan hag. Valdimar verzlunar-
stjóri Davíðsson á Vopnafirði skor-
aði þá á sýslubúa að bæta Jóni máls-
kostnaðinn, því hann hefði flutt rétt
mál, þó alþýðan hefði brugðist hon-
um í vitnisburðum í málsvörninni.
Urðu það eitthvað á þriðja hundrað
kr., er saman komu til að bæta Jóni
skaðann. — En afleiðingin af þessu
máli varð sú, að Guttormur fór frá
skólanum og skólinn fékk meira álit
eftir það fyrir reglusama bústjórn.
Sigurður bóndi og læknir á Breiða-
vaði hitti Jón að máli, þegar dómur
var fallinn, og mælti við hann: ..Nú