Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 44
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA I. Sigurður Jónsson er fæddur að Hólum í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði 25. ágúst 1878. Þar bjuggu þá foreldrar hans Jón Hinriksson og þriðja kona hans Sigríður Jónsdóttir. Fluttu þau þangað úr Mývatnssveit 1876, en svo þaðan aftur til Mývatns- sveitar, að Helluvaði, 1879. Þar ólst Sigurður upp og var kenndur við Helluvað lengi fram eftir aldri. Jón Hinriksson var ættaður úr Skagafirði, sonur Hinriks Hinriks- sonar frá Tunguhálsi af ætt Hrólfs sterka Bjarnasonar; en móðir Jóns var Þorgerður Jónsdóttir frá Gili í Eyjafirði. Jón Hinriksson var fjöl- hæfur gáfumaður og nafnkenndasta alþýðuskáld í Þingeyjarsýslu á síð- ari hluta 19. aldar. Safn kvæða hans, Ljóðmæli, kom út á áttræðisafmæli hans 1909. Sigríður kona Jóns var dóttir Jóns bónda Jónssonar á Arn- arvatni og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Voru þau Sigríður og Jón Stefánsson rithöfundur (Þorgils gjallandi) hálfsystkin, sammæðra. Bæta má því einnig við, að meðal barna Jóns Hinrikssonar og Frið- riku Helgadóttur fyrstu konu hans voru þau Jón í Múla, hinn þjóðkunni stjórnmálaskörungur, og Sigríður, móðir Sigurðar Bjarklind kaupfé- lagsstjóra. Sigurður Jónsson ólst upp á Hellu- vaði í stórum systkina hópi, á góðu heimili, en við fátækt og mikla vinnu og erfiða. Hann fór til náms í Möðru- vallaskóla haustið 1897, og braut- skráðist þaðan vorið 1899 með ágæt- iseinkunn, hæstu einkunn, er veitt hafði verið í skólanum fram að þeim tíma. Hefir hann í ítarlegri grein og vel saminni (í bókinni Minningar frá Möðruvöllum, Akureyri 1943) lýst skólalífinu, kennslu og kennurum á Möðruvöllum í sinni tíð, og ber hin- um gamla skóla sínum vel söguna. En sjálfur skipar Sigurður sæmdar- sess í hópi þeirra landskunnu og þjóðnýtu manna á ýmsum sviðum, sem nám stunduðu á Möðruvöllum undir handleiðslu þess ágæta og far- sæla skólamanns, Jóns Hjaltalíns skólastjóra og mætra og merkra samkennara hans. Auðsætt er einnig, að fræðslan og menningaráhrifin frá Möðruvöllum hafa fallið í frjóan jarðveg hjá Sig- urði og vakið hann til framkvæmda, en því er bezt lýst í eftirfarandi um- mælum Jónasar Þorbergssonar út- varpsstjóra í prýðilegri minningar- grein hans um Sigurð (Tíminn, 13. marz 1949): „Heimkominn úr skóla 21 árs gamall gerðist hann framtaksmaður um fræðslu barna og unglinga í sveit sinni og stofnaði skóla, löngu áður en þeim málum var skipað með lögum. Jafnframt gerðist hann hvatamaður að útgáfu sveitarblaðs og átti þar drjúgan þátt um margra ára skeið.“ Stundaði Sigurður á þessum árum kennslu á vetrum, en sveitarvinnu á sumrum. Vorið 1902 kvæntist hann Málfríði Sigurðardóttur Magnússon- ar bónda á Arnarvatni og konu hans Guðfinnu Sigurðardóttur. Hófu þau ungu hjónin búskap á Arnarvatni, bjó Sigurður þar síðan, og var eftir það jafnan kenndur við þann stað. Þau hjónin eignuðust sjö börn; son- ur, Jón að nafni, dó kornungur, en hin, er upp komust, eru þessi: Freydís, Ragnar, Arnljótur, Heiður,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.