Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 45
höfundur þjóðsöngs íslenzkra sveita 25 Huld og Sverrir. Málfríði konu sína missti Sigurður frá þeirra stóra barnahóp árið 1916, og var honum með fráfalli hennar á bezta skeiði, sem vænta mátti, þungur harmur kveðinn, þó að hann bæri þá djúpu s°rg í hljóði, enda var hann svo skapi farinn, að dómi kunnugra, að hann flíkaði sjaldan tilfinningum sínum. En það var Sigurði harmabót og gæfa, að hann kvæntist á ný árið 1918 hinni mestu afbragðskonu, þar sem var Hólmfríður Pétursdóttir Jónssonar alþingismanns og ráð- herra á Gautlöndum, er lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra hjóna: Þóru, Arnheiði, Jóni, Mál- fríði og Eysteini. „Reyndist Hólm- fríður mikil húsfreyja og frábær móðir stjúpbörnum sínum eigi síður en eigin börnum. Er Hólmfríður landskunn vegna skörungsskapar eins og hún á ætt til og vegna þátt- tóku sinnar í málefnum kvenna.“ (Jónas Þorbergsson í fyrrnefndri grein sinni). Eins og kvæði hans til hennar bera með sér, kunni Sigurður einnig vel að meta þessa mikilhæfu °S ágætu konu sína. Sigurður andaðist í sjúkrahúsi Akureyrar hinn 24. febrúar 1949 eftir ÞUnga sjúkdómslegu. Gekk með hon- um grafarveg mikilsvirtur bænda- höfðingi, er einnig hafði skipað vel sess sinn á Bragabekk. II. Þó að Sigurður Jónsson ætti fyrir storu og mannmörgu heimili að sjá, helgaði því fyrst og fremst krafta sína og gengi þar að allri erfiðis- 'únnu meðan heilsa hans leyfði, gegndi hann jafnframt fjölda trún- aðarstarfa í þágu sveitar sinnar og héraðs, og það í svo ríkum mæli, að hann stóð í fremstu röð slíkra for- ystumanna. Hann átti sæti í hrepps- nefnd um 15 ára skeið, og var for- maður Búnaðarfélags sveitar sinnar í 35 ár. Fulltrúi Þingeyinga á Búnað- arþingi var hann í 10 ár og jafnframt endurskoðandi hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Einkum hafði Sigurður þó snemma á árum orðið snortinn af hugsjón- um samvinnuhreyfingarinnar, af þeirri öldu þessarar merku og á- hrifamiklu félagsmálahreyfingar, er fór eldi vakningar um Þingeyjar- sýslu á æskuárum hans. Vann hann einnig fyrr og síðar mikið fyrir sam- vinnufélagsskapinn og útbreiðslu samvinnustefnunnar. Fór, meðal annars, um skeið fyrirlestrarferðir víða um land sem erindreki Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Sat í heilan aldarfjórðung í stjórn Kaup- félags Þingeyinga og var formaður þess árum saman; í stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga var hann í 15 ár og varaformaður þess í 8 ár. Kári Tryggvason skáld hitti því ágætlega í mark, er honum fórust þannig orð í einkar hlýju og vel ortu minningarljóði sínu um Sigurð Jónsson: Hollar stejnur hylltir þú og dáðir. Hug þinn lífið vígði annastraum. Samvinnunnar sigurmerki þráðir, sást þar rætast hugum kæran draum. Sjálfur hefir Sigurður hyllt sam- vinnustefnuna í hreimmiklum „Samvinnusöng" sínum, er hefst með þessu erindi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.