Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 47
höfundur þjóðsöngs íslenzkra sveita
27
að taka upp eftirfarandi frásögn um
sveitalofsöng Sigurðar frá Arnar-
vatni úr fyrrnefndri minningargrein
Jónasar Þorbergssonar um skáldið:
»Sjálfur á ég í sambandi við kvæði
þetta minningu um Sigurð á Arnar-
vatni sem verður mér ávalt hug-
stæð. Þegar heiðursgestur Ung-
^ennafélags íslands, Stephan G.
Stephansson skáld, sumarið 1917
kom á yfirreið sinni austan um land,
fórum við fjórir Mývetningar til
^aóts við hann að Jökulsá á Fjöllum
°g tókum við honum úr ferjunni.
V°ru þar í för Sigurður á Arnar-
vatni, Jón Gauti Pétursson á Gaut-
löndum, Þórólfur Sigurðsson í
Haldursheimi og ég, þá til heimilis
að Arnarvatni. Höfðum við mikinn
kost góðhesta og riðum greitt vestur
íjöllin til Reykjahlíðar. En er við
nálguðumst Námaskarð sáum við
^arga hesta með reiðtigjum við
Hlíðarsel og þóttumst vita, að þar
væri mannaför nokkur. Og í sama
ttrund sáum við annan flokk mikinn
ríða niður úr skarðinu. Skáldinu
varð starsýnt á flokka þessa og þótt-
lst ekki vita hverju gegndi; kvað
Slg annað tveggja vera að dreyma,
ekegar væri hann horfinn aftur í
°rnöld. Við tókum það ráð að víkja
af leið niður með fjallinu til Reykja-
uuðarnáma og sýndum gesti okkar
,u náttúruundur. Gafst þá mót-
reiðarmönnum tóm, til þess að sam-
eina flokkana og víkja til baka upp á
s arðið. Og þegar við ferðafélagar
°rnum þangað, var þar fyrir flokk-
ur Mývetninga og skipti mörgum
ugum. Varð hinn ástsæli gestur Is-
ands bæði hrærður og hrifinn af
s 1 um móttökum um hábjargræðis-
uuann í íslenzkri sveit. Varð hrifn-
ing stundarinnar svo djúptæk, að
mönnum varð orðfall. Þá var það,
að söngstjóri Mývetninga fylkti lið-
inu í skyndi og allir sungu þennan
frábæra lofsöng sveitanna. Hin ó-
ræða kyrrð öræfanna var rofin af
klökkvum tónum, en við blasti lista-
verk heimssmiðsins mikla, Mývatns-
sveit. Gesturinn mælti nokkur þakk-
arorð til allra, er þarna voru saman
komnir, en hvarf síðan til Sigurðar
á Arnarvatni og faðmaði hann fyrir
„kvæðið fagra“, eins og hann komst
að orði.“-----
Og „kvæðið fagra“, eins og
Stephan G. Stephansson kallaði það
ýkjulaust, hefir, svo sem þegar er
gefið í skyn, tryggt höfundinum ör-
uggan sess í íslenzkum bókmennt-
um, en jafnframt um leið gert það
að verkum, að önnur góðkvæði hans
hafa horfið í skugga þess.
Hann unni íslenzkri náttúru hug-
ástum, eins og það kvæði hans vott-
ar eftirminnilega, og sum náttúru-
kvæði hans eru mjög svipmikil, t. d.
„Herðubreið“, er byrjar þannig:
Upp af hraungeims hrikabreiöum
hamrafjallið tigna rís,
glæstan ber á glóðaleiöum
gullinhadd við rœtur skýs.
Þúsund alda þjalir surfu
þvitann harða ár og dag;
aldir fœddust, aldir hurfu,
enn ert þú með sama brag.
Vegna breytilegs starfs hans, sem
þegar hefir verið lýst, hafði Sigurð-
ur ferðast mikið og kynnst við það
landi og þjóð meira en venjulegt er
um íslenzka bændur. Ýms ferða-
kvæði hans eru einnig bæði vel ort
og myndauðug að sama skapi, svo