Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 50
SIGURÐUR JÓNSSON FRÁ ARNARVATNI:
Á afmælisdaginn
„Enn er frlður fjörðurlnn
fegraður ljóma sólar."
(Jón Hinriksson, HcUuvaOi)
Hve dýrðleg sjón að sjá af fjallsins brún
und sólu opnast fjarðardalinn bjarta.
Lít silfurborða á grœnum skrúða skarta,
er skín á elfu, flæðilönd og tún.
Og eggjar fjalla gyllir geislarún
frá grœði bláum inn mót landsins hjarta.
En flughratt ber mig fram um lagðan veg
í faðm þinn sælubyggð í hlíðarskjólum
þar dáðrík öldin öllum byggðum bólum
nú breytir hratt og gjörir unaðsleg.
— Nœr sjötíu árum áður fluttist ég
til œttarsveitar, reifabarn frá Hólum.
Nú kem ég aftur yndislega byggð,
að eyða hjá þér þessum fagra degi,
í frœnda hóp’ þótt fjöilmennur sé eigi,
en fylgist að í minninganna tryggð,
Hér fram í dalnum, fjöllum yfirskyggð,
er fögur stórjörð. Þar skal áð á vegi.
☆
Og nú er stöðvuð þar mín þeysireið.
Á þessum bæ og fyrir sjötíu árum
ég fœddur er. Nú kem ég und hvítum hœrum,
Ó, hví var það ei fyrr um æfiskeið!
Ég vildi einu sinni á langri leið,
mig lauga hér í minninganna bárum.
Þetta kvœði er talið sfðasta lcvæði skáldsins, og hefir ekki verið prentað áður. Er
það að líkindum ort um lok ágústmánaðar 1948. Tæpum sex mánuðum síðar er hann
dáinn. Sjá grein Dr. Beclcs hér að framan. —Ritstj.