Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 51
Á AFMÆLISDAGINN
31
Sem gamal-kunnugt allt mér reyndar er,
sem auga mœtir, því í bernsku heima
svo margt var rœtt, sem mun ég aldrei gleyma,
um menn og staÖi; allt, sem skeði hér.
Sjálf bæjaröðin enn var ógleymd mér,
og oft mig barnið hingað var að dreyma.
í hóla-skjóli á breiðri blómagrund
rís bær og kirkja, sá er fyrst mig hýsti;
þar ástrik móðir mér að hjarta þrýsti
í móðurgleði fyrstu lífsins stund,
og bað til guðs, hann gœfi mér það pund,
sem geymt ég fengi, vermdi af og lýsti.
Og yfir mörgu býr hann þessi bœr
— einn bœr, sem margar kynslóðir þó reistu,
er þær hver aðra hér af hólmi leystu;
um horfið líf hann ennþá vitnað fœr.
Og þó að stöðugt þoki falli nær,
er þetta helgur arinn, sem menn treystu.
Við hugans sjónvarp sé ég föður minn,
á svip hans merki áhyggjanna þunga.
En frændur mínir: fólkið káta, unga,
það fyllir gleði og lífi bæinn sinn.
Þó þrengi skuggar óboðnir sér inn
og óhœg gjörist Braga hin létta tunga.
En æskan sú var glens og gamankær
og gleðisœkin, rík var frelsisþráin.
Þá kom svo oft, þó kynni væru’ ei náin,
að kvað hann við af gleði, hinn stóri bær —
sem bærist hingað ferskur fjallablær,
þá feyktist vanans molla út í bláinn.
Mér finnst, er hljóður geng ég hér um garð,
svo gott að reika um þessar fornu slóðir,
og minnast ykkar, faðir minn og móðir,
og mér svo Ijós hér nálægð ykkar varð.
Þótt búið ykkar bœri rýran arð,
hér bættust ykkur margir vinir góðir.
☆