Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 52
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þaö varð margt héraðsjleygt, sem faðir minn
hér forðum kvað. Af samtíð var hann dáður.
Og þó hans vegur vœri þyrnum stráður,
hann vakti gleði, hvar sem steig hann inn.
Við fjölbreytt kynni, ríka reynslu um sinn,
hér raddsvið óx, varð hærra og dýpra en áður.
Og enn er bóndans hug í Hólum skipt,
svo hagnýt störf og list hann rækir saman.
Því íslands-bóndinn enn sér gjörir taman
þann andans leik, sem honum mest fœr lyft,
og leyfir sér að fylgja ei fyrirskrift,
sem fœr ei skilið eðlisþátt svo raman.
Ég vissi fyrr og hef nú heyrt í dag,
að hulið geymist margt hjá sveitalýði.
Hann faðir minn hér fékkst við Ijóðasmíði,
nú fœst hann bóndinn hér við tón og lag.
Hann ætti skilið lof og hærri hag,
því hann er stéttar sinnar göfug prýði.
Svo göngum við í guðshús hér í dag,
og gamla kirkjan enn á hólnum bíður.
Þar guði helgað hefur dalsins lýður
um hundruð ára gleði og sorgarhag,
og flutt sín bœnarorð og lofsöngslag
þeim lávarð, sem til veizlu öllum býður.
í helgiþögn og fanginn hennar frið
ég fell í leiðslu, hugur hverfur manni.
Ó, heilög stund! Nú hlýði ég með sanni
á horfna tímans djúpa aldanið.
Við orgeltóna hlýja hrekk ég við.
Nú hljómar söngur fylgdarliðs í ranni.
Svo eigum við hér yndislega stund
og ára minna horfinn er nú þunginn.
Hér er mér aftur skírnarsálmur sunginn
og söng við helgum minninganna fund.
Ég héðan sný svo himinglaðri lund
og hrifum djúpum andi minn er þrunginn.