Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 53
Á AFMÆLISDAGINN
33
Mitt fólk hér fann ei gull í gæfuleit,
en gagnauðug af reynslu sannri, dýrri,
mín foreldri úr fjarðarbyggð svo hlýrri
sig fluttu aftur heim í Mývatnssveit.
Oss frændur þrjá þau fluttu úr þessum reit
til fjalla austur, — sprota af kynslóð nýrri.
☆
Ég fagna í dag, að hingað haldið var,
að Hóla fengum litið öðru sinni,
og rifjað upp hin gömlú, góðu kynni.
Ó, guði sé lof, að ég kom aftur þar!
Nú býr vor þjóð við umbreytt aldarfar;
sitt ættarstríð hún skal þó geyma í minni.
-------☆---------
^gRSTElNN Þ. ÞORSTEINSSON:
Launin
Hann lá þar í rúminu nýtízku nýja,
er numinn var andi hans langt út í geim
og þúsundir hundraða æpandi anda
í andvöku-draumunum sóttu ’hann heim
og spriklandi limirnir lausir hann börðu,
sem litla vörn sýndi mót nágestum þeim.
Þeir tættu’ hann í agnir með atómsins magni
og andi hans kvalinn í sérhverri bjó.
Hann vissi að bornban, sem borgirnar eyddi
í blóðkorni hverju í ögnunum sló —
sú bomba’, er hann hafði af hugviti sínu
með herkænsku smíðað og ískáldri ró.
Hann váknaði’ á gólfinu vitstola af œði
og vissi ekki framar að draumur það var,
er uppreisnar samvizkan særð honum færði
og sákirnar ótál á gerðir hans bar,
því borgirnar tvœr hafði’ hann baðað í eitri
og bannfœrt alt líf, sem að vitkaðist þar.