Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 56
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA og kennari okkar eru nú löngu dánir, eins og fleiri vinir mínir austur þar. Hjá Pipping hlustaði ég aftur á fyrir- lestra hans um Eddukvæði, en hræddur er ég um að íslendingnum í mér hafi ekki dámað þegar hann vildi gera Völuspá að sænsku kvæði, enda munu margar djarfar tilgátur hans hafa þótt orka tvímælis með fræðimönnum. Samt er Pipping ein- hver hinn skarpasti og snjallasti fræðimaður sem ég hef þekkt, enda varð ekki um það deilt, að hann hafði sett Völuspá (ask Yggdrasils) í samband við veraldartrjá-tignun eigi aðeins í Uppsölum, heldur líka í Lapplandi og austur um alla Asíu með frændþjóðum Finna þar. En það var raunar finnskur trú- bragðafræðingur, Uno Holmberg (er síðar kallaði sig Harva) sem þá ný- lega hafði skrifað bók um veraldar- tréð (1922) og fór Pipping eftir bendingum hans. Hér voru því nýjar brautir ruddar, athyglisverðar bæði norrænum og finnskum fræðimönn- um, brautir sem enginn gat rutt nema sá sem útsýn hafði, bæði til austurs og vesturs af því hann kunni bæði málin. Einn af hinum fyrstu fræðimönnum til að njóta góðs af þessu útsýni til beggja handa, þótt eigi væri hann lærisveinn Pippings, var Svíinn Dag Strömbáck, er skrif- aði um seið á íslandi og komst að þeirri niðurstöðu að Norðmenn og íslendingar hefðu lært þá íþrótt af lappneskum og finnskum galdra- mönnum, og dró þá ályktun af þeirri staðreynd að þessi göfuga og kröft- uga íþrótt reyndist vera útbreidd austur um alla norðanverða Síberíu, alla leið austur til Eskimóa á norður- strönd Canada, og líklega til Græn- lands. Ég kynntist Degi fyrst á ís- landi sumarið 1926 og voru þá tveir seiðskrattar meðal íslenzkra stú- denta, hann og Sigurður Skúlason, er síðar afræktist þessi fræði en gerðist ritstjóri Samtíðarinnar og fyrirmyndarborgari. En svo að ég snúi nú aftur austur til Finnlands, þá kynntist ég þar veturinn sem ég var þar við nám, tveim lærisveinum Pippings, Finnlendingnum, og nor- rænufræðingnum Arnold Nordling og Svíanum og finnskúgriska fræði- manninum Björn Collinder er síðar varð prófessor í þeim fræðum við Uppsala-háskóla og hefur nýlega þýtt Kalevala, þjóðkvæði þeirra Finna, á sænsku svo að hreinasta snilld er að. En ég bjó með Arnold Nordling í Helsingfors og las með honum íslenzku, lærði hann málið svo vel, að hann mun hafa verið bezt talandi á íslenzku sænskra fræði- manna á sinni tíð, a. m. k. í Finn- landi, enda kom hann oft til íslands meðal annars sumrin 1926 og 1930 — til Alþingishátíðarinnar. — Hann varð næsti eftirmaður Pippings í norrænum fræðum í Helsingfors. Pipping andaðist á stríðsárunum síð- ustu í hárri elli og saddur lífdaga, en Nordling dó fyrir aldur fram úr krabbameini frá konu og börnum nokkrum árum eftir stríðið. Hann ritaði ýmislegt um íslenzk fræði, var manna athugulastur, og þegar kennslubók mín í íslenzku kom út benti hann mér á atriði í notkun greinis með lýsingarorðum, sena enginn hafði áður veitt eftirtekt (jörðin græn). Eftir að þeir rómantísku leiðtog- arnir í Þýzkalandi, Herder og Grimm, höfðu vakið menn til skiln-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.