Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 59
ÚTVERÐIR NORRÆNS ANDA OG NORRÆNNA FRÆÐA
byrjað á hljóðfræðirannsóknum,
skrifað mikið um sögu norrænu mál-
anna, hann hafði líka ritað mikið
nm rúnir, sem gríðarlega mikið er
af í Svíþjóð og Eystrasaltslöndun-
nm. Auk þess hafði hann gefið út
forntexta eins og Gotlandssögu,
skrifað um bragfræði og margt fleira
fyrir utan fyrirlestrana um Eddu,
sem áður nefndi ég. Rolf Pipping.
hefur ekki verið útaf eins fjölhæfur
eins og faðir hans, en ekki síður ná-
kvæmur og skarpskyggn. Hann hefur
naeðal annars gefið út Eiríkskroníku,
sem er ein af hinum fáu miðalda-
ritum Svía í bundnu máli, á fyrir-
myndarhátt og með gríðarmiklum
skýringum.
Eins og Norðurlönd yfirleitt utan
íslands er sænska Finnland fullt af
^nállýzkum. Til dæmis get ég sagt
frá því, að þegar ég hafði verið um
niánaðartíma í Helsingfors og hafði
aldrei fyrr borið við að tala sænsku,
heldur aðeins dönsku, fór Nordling
naeð mig upp í sveit og spurði kall-
ana, hvaðan þeir héldu ég væri. Þeir
v°ru ekki vissir, en gizkuðu á að ég
kynni að vera vestan úr Pargas. Að
væri útlendingur datt þeim ekki
f hug. Eins og geta má nærri hafa
fræðimenn lagt hug á að lýsa þess-
nni mállýzkum og hafði prófessor
P. Hultmann, samtímamaður
Hugo Pippings, skrifað um þær yfir-
litsrit fyrir aldamót, en síðan hafa
niargir ritað um einstakar mállýzkur
eða einstök atriði í þeim.
Og eins og málið er ólíkt þá er
hka sinn siður í sveit hverri, en um
allt þetta hafa fræðimenn Finnlend-
inga verið hinir gjörhugulustu. Þeir
hafa safnað nákvæmlega öllu sem
Þeir gátu um verklega menningu
sveitanna til lands og skerja fra hus-
um og bæjum, frá skipum og bátum
til einföldustu tækja bænda, skógar-
höggsmanna og fiskimanna. Langar
0g ýtarlegar ritgerðir hafa verið
skrifaðar um byggingarlag húsa, um
heyvinnu- og akuryrkjuverkfæri,
um smíðaverkfæri og skógarhöggs,
um búninga fólksins, um línur og
net, gildrur og nótir. Menn hafa leit-
azt við að bjarga hinu gamla úr
sveitunum á byggðasöfn; eitt slíkt
er Fölisön skammt frá Helsingfors,
þar eru varðveittir bjálkakofar, bæir
og skemmur úr ýmsum héruðum
landsins og fylitir af húsgögnum
þeim og munum sem til þeim heyra.
f Ábo, sem eins og áður er sagt, var
gamall siglingabær, er mikið safn af
gömlum skipum og hlutum sem þeim
tilheyra og sjóferðum. Þá hefur ekki
síður verið safnað miklu og ntað
mikið um andlega menningu sveita
og skerjabúa. Hér tilheyra nákvæm-
ar lýsingar á siðum þeim og venj-
um er fylgja hátíðum og tyllidögum
ársins eða merkis- og heiðursdögum
manna, svo sem fæðingum, skírn,
fermingu, brúðkaupi og dauða. Af
þessum heiðursdögum eru ekki
hvað sízt brullaup og erfidrykkjur
merkilegar sökum viðhafnar í bún-
ingum, söng og hljóðfæraleik, mat
0g drykk. Hér er svo komið að þjóð-
sögum og þjóðkvæðum, þjóðdöns-
um, þjóðbúningum, leikum, þulum,
bar’nagælum og þar með fylgir þjóð-
trú og hindurvitni, viti og galdrar.
Á síðari hluta 19. aldar var faðir og
alnafni vinar míns Ernst Lagus for-
göngumaður að því að safna þessum
þjóðlega fróðleik.
En sá núlifandi maður sem mest
0g bezt hefur unnið að söfnun þessa