Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 69
auðnuskildingur
49
Já, — í sumar og gær og hinn
daginn, — alltaf síðan þú komst.
Þú átt þó ekki afmæli í dag?
Jú, og er jafngömul og þú, anzaði
stúlkan og tyllti sér á tá, og er
stserri en þú-ú.
Drengurinn leit upp eftir henni.
Það er nú ekki mikið, sagði hann.
Eigum við að mæla okkur?
Nei, við skulum reyna okkur.
Stúlkan hætti að brosa og keppt-
ist við. — Ætlaði enginn einu sinni
að óska henni til hamingju með af-
^ælisdaginn, og þó vissi hann, að
^ún átti afmæli í dag.
Við ættum að eiga lóð, sagði
•Mhgnús.
Hvers vegna?
Við, krakkarnir á Látrum, áttum
eina lóð. Og við seldum fiskinn og
tengum peninga.
Eg hef aldrei fengið peninga, sagði
stúlkan.
Það er hægt að fá allt fyrir pen-
ln§a, bara ef maður á nógu mikið af
Þeim, sagði pilturinn íbygginn.
Hvernig er hægt að ná í peninga?
Nú, það má með ýmsu móti, og
svo verður maður að geyma þá vel.
^tundi á Látrum, hann geymir sína
1 kylli.
Kylli?
, Jú> niðri í kistu. Sumir geyma þá
1 sokkbol, eða einhverju öðru. En
ý^undi sagði, að bezt væri að geyma
Pá í kylli. Maður yrði bara að passa,
láta hann aldrei tæmast, hafa
Pening til þess að draga að sér.
Átt þú nokkurn pening? spurði
stúlkan fjálg.
Já, ég á tvo — stóra peninga. Þeir
eru nr silfri og með mynd af kóng-
lnum.
tHeð mynd af kónginum?
Já, það eru auðnupeningar. Þeir
draga að sér. Það sagði Mundi. Hann
gaf mér annan, og hinn fékk ég
fyrir fisk af lóðinni minni.
Dregur hann að sér líka?
Já, já, en maður verður samt að
hafa fyrir þeim. Það gengur bara
betur eigi maður eitthvað fyrir.
Hvernig fer maður að ná í auðnu-
pening?
Maður verður að fá hann að gjöf.
Þá varð stúlkan hugsi. Hver væri
svo sem líklegur til að gefa henni
auðnupening? — Pening með mynd
af kónginum, til þess að geyma niðri
í kistu. Hún átti bara kistil.
Þarf endilega að geyma þá niðri
í kistu? spurði stúlkan. Er ekki sama,
þótt það sé bara kistill?
Jú, það er víst sama, anzaði
drengurinn. Þeir, sem eiga mikla
peninga geyma þá stundum í skatt-
holi.
Þá var það nú bara að eignast
pening.
Báturinn kom að landi.
Aflanum var kastað upp. Hann var
borinn upp að skúr og báturinn
settur. Halldór og krakkarnir hífðu
á spili, en Vilmundur studdi. Svo
hófst aðgerðin. Halldór og Vilmund-
ur hömuðust, og krakkarnir áttu
fullt í fangi með að hafa við að þvo
og taka kútmaga.
Úr því var haldið heim.
Magnús fór að dunda við koffortið
sitt.
Arnheiður var að hjálpa til í eld-
húsinu.
Niðri í „Traveller“ Brand Golden
Flaked Cavendish pjáturkassa frá
því heiðursfirma W. D. & H. O. Wills,
á hann tvo skyggða tveggja krónu