Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 70
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
silfurpeninga, vafða innan í mjúkan
pappír.
Adda á afmæli í dag. Hún hefur
aldrei eignazt pening.
Hann á tvo.
En eitthvað þarf til þess að geyma
pening í.
Hann hefur erft saumaskrín eftir
móður sína. Það er sporöskjulaga
með krínólíndömu á lokinu. — í því
var einhverntíma eitthvað gott til
að borða, að því er mamma hans
hafði sagt. Og henni hafði þótt vænt
um þessar öskjur, þótt þær væru
bara úr pappa. — Hún horfði stund-
um lengi á þær, sem í gleymi, og
svo kannski á hann. — Magnús
hafði aldrei skilið þessar öskjur.
Kannski skildu ekki strákar krínó-
líndömur? En þetta hlaut að vera
góð hirzla fyrir pening. — Það færi
bara svo lítið fyrir honum í þessu,
þótt kassinn væri ekki stór. En það
var ýmislegt dót í honum fyrir.
Kvendót. Það var líka of margt. Pen-
ingur gat týnzt innan um það.
Hann hvolfdi dótinu úr. Það voru
bréfsneplar, myndir, nokkur vinzli
og nálabréf, tvö tvinnakefli, svart og
hvítt, og svo gisin tuska, með staf-
rófinu ísaumuðu.
Magnús tók tuskuna, vafði tvinna-
keflunum, nálabréfinu og vinzlunum
innan í hana og lét aftur í kassann.
Þetta var nú dálítið. Annar end-
inn á öskjunum var tómur, og
Magnús fékk samvizkubit af að
horfa í hann.
Nei, hann vildi engin smásál vera.
— Skyldi Adda annars nokkurn tíma
hafa fengið afmælisgjöf? — Jú,
náttúrlega, en þessi skyldi . . .
Hann opnaði pjáturkassann og tók
bréfið með peningunum í lófa sinn.
— Hann mundi vel, hvor þeirra var
frá Munda.
Láttu hann ekki frá þér, hafði
Mundi sagt. Hann dregur til sín.
Magnús vafði utan af peningunum
og velti þeim í lófa sér. Þeir voru
eins, því nær alveg eins, og ef hann
ruglaði þeim saman var óvíst, að
hann þekkti þá sundur aftur.
Átti hann að hrista þá í lófa sínum
og taka annan blindandi?
Nei, engin óheilindi. Hann ætlaði
að gefa auðnupening. — Þeir voru
báðir auðnupeningar, en áreiðanlega
annar.
Magnús horfði á þá sinn í hvorum
lófa. Koffortslokið hvíldi á höfði
hans, og hann kryppaði sig við
hirzluna um stund.
Hið bezta skal vinum velja, taut-
aði hann, vafði bréfinu utan um pen-
inginn, Mundanaut, og lét hann í
auða endann á öskjunum. Hinn lét
hann aftur í pjáturkassann. Hann
reif óskrifað blað úr stílabók og
skrifaði niðri í koffortinu:
Með innilegustu hamingjuóskum a
afmælisdaginn,
frá Magga.
Blaðið lét hann ofan í öskjurnar
og lokaði þeim svo, braut utan uffi
þær gamalt, krypplað blað og reit
á það:
Til
Öddu Björnsdóttur.
Hann læsti koffortinu, stakk
bögglinum ofan með höfðalagi Öddu.
Honum leið vel.
Magnús var háttaður á undan
Arnheiði, og hún varð einskis vör,
er hún háttaði. Einhver fullorðins-
leg hygli formaði andlitið, þegar hún
togaði sængina upp undir höku og