Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 70
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA silfurpeninga, vafða innan í mjúkan pappír. Adda á afmæli í dag. Hún hefur aldrei eignazt pening. Hann á tvo. En eitthvað þarf til þess að geyma pening í. Hann hefur erft saumaskrín eftir móður sína. Það er sporöskjulaga með krínólíndömu á lokinu. — í því var einhverntíma eitthvað gott til að borða, að því er mamma hans hafði sagt. Og henni hafði þótt vænt um þessar öskjur, þótt þær væru bara úr pappa. — Hún horfði stund- um lengi á þær, sem í gleymi, og svo kannski á hann. — Magnús hafði aldrei skilið þessar öskjur. Kannski skildu ekki strákar krínó- líndömur? En þetta hlaut að vera góð hirzla fyrir pening. — Það færi bara svo lítið fyrir honum í þessu, þótt kassinn væri ekki stór. En það var ýmislegt dót í honum fyrir. Kvendót. Það var líka of margt. Pen- ingur gat týnzt innan um það. Hann hvolfdi dótinu úr. Það voru bréfsneplar, myndir, nokkur vinzli og nálabréf, tvö tvinnakefli, svart og hvítt, og svo gisin tuska, með staf- rófinu ísaumuðu. Magnús tók tuskuna, vafði tvinna- keflunum, nálabréfinu og vinzlunum innan í hana og lét aftur í kassann. Þetta var nú dálítið. Annar end- inn á öskjunum var tómur, og Magnús fékk samvizkubit af að horfa í hann. Nei, hann vildi engin smásál vera. — Skyldi Adda annars nokkurn tíma hafa fengið afmælisgjöf? — Jú, náttúrlega, en þessi skyldi . . . Hann opnaði pjáturkassann og tók bréfið með peningunum í lófa sinn. — Hann mundi vel, hvor þeirra var frá Munda. Láttu hann ekki frá þér, hafði Mundi sagt. Hann dregur til sín. Magnús vafði utan af peningunum og velti þeim í lófa sér. Þeir voru eins, því nær alveg eins, og ef hann ruglaði þeim saman var óvíst, að hann þekkti þá sundur aftur. Átti hann að hrista þá í lófa sínum og taka annan blindandi? Nei, engin óheilindi. Hann ætlaði að gefa auðnupening. — Þeir voru báðir auðnupeningar, en áreiðanlega annar. Magnús horfði á þá sinn í hvorum lófa. Koffortslokið hvíldi á höfði hans, og hann kryppaði sig við hirzluna um stund. Hið bezta skal vinum velja, taut- aði hann, vafði bréfinu utan um pen- inginn, Mundanaut, og lét hann í auða endann á öskjunum. Hinn lét hann aftur í pjáturkassann. Hann reif óskrifað blað úr stílabók og skrifaði niðri í koffortinu: Með innilegustu hamingjuóskum a afmælisdaginn, frá Magga. Blaðið lét hann ofan í öskjurnar og lokaði þeim svo, braut utan uffi þær gamalt, krypplað blað og reit á það: Til Öddu Björnsdóttur. Hann læsti koffortinu, stakk bögglinum ofan með höfðalagi Öddu. Honum leið vel. Magnús var háttaður á undan Arnheiði, og hún varð einskis vör, er hún háttaði. Einhver fullorðins- leg hygli formaði andlitið, þegar hún togaði sængina upp undir höku og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.