Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 71
auðnu skildin gur
51
horfði út í myrkvan gluggann yfir
loftsgatinu.
Magnús fylgdist með í væni. Hún
hafði ekkert fundið enn.
Adda, — Adda!
Ja-á.
Af hverju er koddinn þinn svona?
Svona hvernig? anzaði stúlkan.
Gættu undir hann.
Stúlkan hnyklaði brúnir. Hún var
®kki til í neitt pex núna, þó stakk
ún höndunum aftur með koddanum
niður með rúmgaflinum, sem í
eygju. Fingur hennar snertu bréf,
en þar átti ekkert bréf vanastað.
túlkan rótaði sér og dó böggulinn
rarn- — Las á honum áritunina og
s^gði: Ne-ei. — Svo rakti hún utan
a öskjunum. Drættir andlitsins
yugdust, og er hún hafði opnað öskj-
nrnar sagði hún aftur: ne-ei. — Hún
°r anda opnum munni, og þegar
nn sá öll herlegheitin hálfhrópaði
un. Maggi þó! — En Magnús lá
yrr °g stífur í sælni gefandans.
Og nú var hrifning Öddu komin á
Poð stig, að hún striplaðist fram úr
°§ rígkyssti Magnús.
Þú niundir þó eftir afmælisdegin-
Urn niínum, brosti hún við honum
°g hafði ennþá ekki dregið hend-
Urnar undan hnakka hans.
Ég óska þér til hamingju á nýja
árinu, sagði Magnús og lyfti höfðinu
ofur lítið, og stúlkan kyssti hann
aftur.
Hann kyssti líka, það var svo und-
arlegt svona, og hann roðnaði ó-
sjálfrátt.
Og afmælisgleðin blandaðist enn-
þá hamingju, og stúlkan skokkaðist
upp í sitt eigið rúm.
Þetta er auðnupeningur, er það
ekki? spurði stúlkan og hallaðist
fram á.
Jú, það er hann. Láttu hann ekki
frá þér, sagði Magnús.
Nei, nei. — En hvað kassinn er
fallegur og stúlkan skrýtin. Og
hvar fékkstu saumadótið?
Mamma átti það.
O-ó, en þú góður. Ég ætla alltaf
að eiga kassann.
Og hún strýkur hann létt með
fingrunum, og líkami hennar gleðst
líka.
Svo leggst hún út af og sofnar með
krínólínstúlkuna fyrir framan sig,
sem á takmörkum draums og vöku
tekur æ meir á sig svip Magnúsar.
Myndin er ekki lengur útspýtt að
neðan, heldur komin í buxur.
Stúlkan sofnar sæl á hinu fyrsta
kvöldi síns fjórtánda árs.