Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 73
DR. TRYGGVI J. OLESON:
Hver er „Mauttull" sá?
í viðauka við Leiðarvísi þann, sem
kenndur er við Nikulás ábóta á
Munkaþverá, er lýst á þessa leið
helgum dómum í kapellu hallar
einnar suður í Miklagarði:
>,í Miklagarði í pollutum (höll)
emum fornum er rit þat, er drottinn
várr reit sjálfr sínum höndum, spjót
°g naglar, þorngerð, mauttull, svipa,
kér, kyrtill, skónuðr, steinn, er undir
höfði drottins var í leiði, líkblæjur
með sveitadúk og blóði Krists,
^uunnlaug sú, er hann þó í fætr
P°stula sinna, og dúkr sá, er hann
þerrði meður . . .
Nú munu flestir þessara dóma
auðþekktir, en þó munu ef til vill
emn eða tveir lítt kunnir, og á ég
Par við rit það, er drottinn vor reit
sjálfur og möttulinn. Hið fyrrnefnda
ar> eins og mörgum mun kunnugt,
ref það, er Kristur á að hafa ritað
■^bgar V. konungi Armeníu (13—50
e> K-)> en hann hafði heyrt Krists
getið og gert út mann til þess að
jóða honum að heimsækja sig.
rottinn vor gat ekki þegið heim-
°ðið, en sendi til konungs bréf með
einum lærisveini sínum, Thaddeusi,
aem tókst að snúa Abgar kóngi til
istinnar trúar, og er það upphaf
mkjunnar í Edessu. Sætti sú kirkja
° sóknum af hendi eftirrennara
_Sars og leið að kalla undir lok. í
réfi sínu hafði Kristur lofað því, að
borgin, Edessa, skyldi aldrei falla í
óvina hendur.
En það er ekki þetta bréf, sem ég
ætla að gera að umtalsefni í grein
minni, heldur möttull sá, er nefnd-
ur er meðal dóma þessara, sem allir
eru kenndir við Krist. Orðið möttull
mun vera komið í íslenzkt mál, ef
til vill gegnum lágþýzku, úr latneska
orðinu mantile eða mantilum, er
þýðir handklæði eða dúkur. Ætla ég
og, að sú sé merking orðins á þess-
um stað, þó að þess séu ekki önnur
dæmi í fornbókmenntum vorum, að
því er séð verður.
Sé þetta rétt, mun möttull þessi
ekki vera serkur, er Kristur átti,
heldur dúkur sem á gaf að líta á-
sjónu frelsarans. Var sá dúkur, eins
og bréfið, sagður upprunninn í
sendiferð þeirri, er hirðmaður
Abgars konungs fór til Krists og
getið er að ofan. Á þessu getur verið
lítill vafi. Talið er, að þessi partur
Leiðarvísisins muni ekki runninn frá
Nikulási sjálfum, en þýddur úr
latínu. Nú er dúkur þessi nefndur í
grískum ritum mandelion, en það
orð mun komið af nafni því, er dúk-
urinn hafði á arabísku, mandil, er
mun upphaflega komið til Araba úr
latínu, mantile. Á latínu hefur hann
að sjálfsögðu nafnið mantile eða
mantilium, en þar eð hinum íslenzka
þýðanda hefur eigi verið kunn saga