Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 75
hver ER „MAUTTULL" sá?
55
innar vaxandi jafnt í löndum Mú-
hammeðstrúarmanna sem í kristn-
um löndum. Og í Miklagarði sjálfum
urðu keisararnir æ langeygðari eftir
niyndinni, og varð hún eftirsóttust
nllra helgra dóma, þeirra sem þeir
höfðu ekki enn komizt yfir.
Árið 943 gerði her hins gríska
keisara, undir forustu hins ágæta
hershöfðingja, Jóhannesar Curcuas,
umsát um borgina Edessu. Sendi
hann orð til emírs þess, er stjórnaði
horginni, að hann skyldi, ef emírinn
seldi sér í hendur hinn heilaga dúk,
létta umsátinni og þar að auki veita
frelsi 200 Múhammeðshermönnum,
er voru fangar hans. Emírinn var í
vanda staddur. Lið hans var of fá-
uiennt til þess að geta vonast til að
verja borgina lengi, og hann gat ekki
vænzt hjálpar frá Belgrad. í öng-
þveiti sínu sendi hann menn til
kalífsins þar, er leggja skyldu málið
fyrir hann.
Á ráðstefnu bar kalífinn málið
UPP fyrir ráðunautum sínum. Fannst
vist flestum viðsjárvert að sleppa
hinni heilögu mynd við kristna
ruenn, er dýrkuðu hana svo mjög,
þótt hún væri í sjálfu sér einskis
uiegnug og lítilsvirði. Urðu umræður
langar. Loks tók til máls einn vitr-
asti ráðunauturinn, hélugrár af elli
°S óflekkuð trúarhetja. Kvað hann,
að ekki þyrfti lengi að ræða þetta
uial. Fyrst tveimur hundruðum
hinna rétttrúuðu byðist frelsi gegn
afsali myndarinnar, væri sjálfsagt
aé láta hana trúvillingum í té. Var
svo ráðið.
Abraham biskupi í Samosötu var
falið að taka við dúknum helga fyrir
Önd keisarans. Þetta var ekki lítill
vandi, því að dúkurinn var gæddur
þeim mætti að framleiða aðra dúka,
og hafði hann, þegar hér var komið
sögu, framleitt tvær líkanir af sér.
Vildu nú sumir óprúttnir borgarar
Edessu, að erindreka keisarans yrði
gefin önnur eftirlíkanin, en hinum
upprunalega dúk haldið eftir. En
Abraham biskup sá við þessu bragði
og heimtaði, að sér væru fengnir
allir dúkarnir, og varð það úr.
Seinna var hinum tveimur óæðri
dúkum skilað til Edessu.
Eftir stutta dvöl í Samsötu, þar
sem nokkur kraftaverk gerðust fyrir
tilkomu dúksins, var haldið áleiðis
til Miklagarðs. Var dúknum alls
staðar sýnd hin mesta virðing. Þeg-
ar til Miklagarðs kom, varð það
undur, að djöfulóður maður hróp-
aði: „Mikligarður, tak höndum
frægð þína og náð, og þú Constan-
tínus hinn purpura-fæddi, ríki þitt,“
og varð þegar heill. En svo stóðu
sakir, að Romanus Lecapenus hafði
í aldarfjórðung haldið völdum fyrir
tengdasyni sínum, Constantínusi, og
jafnvel látið krýna sem keisara tvo
unga syni sína. Var óvíst, fram að
komu dúksins, hvort Constantínus
mundi hljóta ríkið að Romanusi
látnum. En eins og að líkum lætur,
við svo skýra jarteign, varð hann
skömmu seinna einvaldur.
Þann 15. ágúst 944 kom dúkurinn
að borgarvegg Miklagarðs. Var hann
um nóttina geymdur utan borgar-
innar í kirkju nokkurri, en um
morguninn komu Constantínus og
hinir tveir ungu keisarar ásamt öðr-
um tignum mönnum til móts við
hann. Dúkurinn var borinn í langri
prócessíu meðfram borgarmúrunum
og síðan inn í borgina gegnum hið
gullna hlið að mestu kirkju heims-