Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 75
hver ER „MAUTTULL" sá? 55 innar vaxandi jafnt í löndum Mú- hammeðstrúarmanna sem í kristn- um löndum. Og í Miklagarði sjálfum urðu keisararnir æ langeygðari eftir niyndinni, og varð hún eftirsóttust nllra helgra dóma, þeirra sem þeir höfðu ekki enn komizt yfir. Árið 943 gerði her hins gríska keisara, undir forustu hins ágæta hershöfðingja, Jóhannesar Curcuas, umsát um borgina Edessu. Sendi hann orð til emírs þess, er stjórnaði horginni, að hann skyldi, ef emírinn seldi sér í hendur hinn heilaga dúk, létta umsátinni og þar að auki veita frelsi 200 Múhammeðshermönnum, er voru fangar hans. Emírinn var í vanda staddur. Lið hans var of fá- uiennt til þess að geta vonast til að verja borgina lengi, og hann gat ekki vænzt hjálpar frá Belgrad. í öng- þveiti sínu sendi hann menn til kalífsins þar, er leggja skyldu málið fyrir hann. Á ráðstefnu bar kalífinn málið UPP fyrir ráðunautum sínum. Fannst vist flestum viðsjárvert að sleppa hinni heilögu mynd við kristna ruenn, er dýrkuðu hana svo mjög, þótt hún væri í sjálfu sér einskis uiegnug og lítilsvirði. Urðu umræður langar. Loks tók til máls einn vitr- asti ráðunauturinn, hélugrár af elli °S óflekkuð trúarhetja. Kvað hann, að ekki þyrfti lengi að ræða þetta uial. Fyrst tveimur hundruðum hinna rétttrúuðu byðist frelsi gegn afsali myndarinnar, væri sjálfsagt aé láta hana trúvillingum í té. Var svo ráðið. Abraham biskupi í Samosötu var falið að taka við dúknum helga fyrir Önd keisarans. Þetta var ekki lítill vandi, því að dúkurinn var gæddur þeim mætti að framleiða aðra dúka, og hafði hann, þegar hér var komið sögu, framleitt tvær líkanir af sér. Vildu nú sumir óprúttnir borgarar Edessu, að erindreka keisarans yrði gefin önnur eftirlíkanin, en hinum upprunalega dúk haldið eftir. En Abraham biskup sá við þessu bragði og heimtaði, að sér væru fengnir allir dúkarnir, og varð það úr. Seinna var hinum tveimur óæðri dúkum skilað til Edessu. Eftir stutta dvöl í Samsötu, þar sem nokkur kraftaverk gerðust fyrir tilkomu dúksins, var haldið áleiðis til Miklagarðs. Var dúknum alls staðar sýnd hin mesta virðing. Þeg- ar til Miklagarðs kom, varð það undur, að djöfulóður maður hróp- aði: „Mikligarður, tak höndum frægð þína og náð, og þú Constan- tínus hinn purpura-fæddi, ríki þitt,“ og varð þegar heill. En svo stóðu sakir, að Romanus Lecapenus hafði í aldarfjórðung haldið völdum fyrir tengdasyni sínum, Constantínusi, og jafnvel látið krýna sem keisara tvo unga syni sína. Var óvíst, fram að komu dúksins, hvort Constantínus mundi hljóta ríkið að Romanusi látnum. En eins og að líkum lætur, við svo skýra jarteign, varð hann skömmu seinna einvaldur. Þann 15. ágúst 944 kom dúkurinn að borgarvegg Miklagarðs. Var hann um nóttina geymdur utan borgar- innar í kirkju nokkurri, en um morguninn komu Constantínus og hinir tveir ungu keisarar ásamt öðr- um tignum mönnum til móts við hann. Dúkurinn var borinn í langri prócessíu meðfram borgarmúrunum og síðan inn í borgina gegnum hið gullna hlið að mestu kirkju heims-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.