Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 76
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ins, Sancta Sophia. Að hátíðahöldum
afstöðnum var honum komið fyrir í
áðurnefndri kapellu.
Frægð dúksins var mikil við komu
hans til Miklagarðs, en þegar hann
hafði eignazt samastað í kapellunni,
fór ljómi hans minnkandi við hlið
hinna mestu og helgustu dóma í
heimi, sem frá segir í upphafi. Þó er
dúksins oft getið í ritum pílagríma.
Dúkurinn átti nú rólega daga allt
fram að fjórðu krossferðinni, en eins
og kunnugt er, beittu þeir, er tóku
þátt í henni, vopnum sínum ekki
gegn Hundtyrkjum, heldur gegn
hinum kristnu íbúum Miklagarðs.
Borgin féll í þeirra hendur árið 1204,
og ríktu latneskir keisarar þar fram
að árinu 1261. Köstuðu þeir eign
sinni á hina helgu dóma í kapellunni.
Fjárhagur þeirra var aldrei góður,
og þegar svarf að, tók keisarinn
Baldvin II. til þess örþrifaráðs að
selja hina helgu dóma. Á árinu
1239—1246 seldi hann dóm eftir dóm
til peningamanna 1 Feneyjum, þar til
er öllu safninu hafði verið fargað.
Feneyjamenn buðu aftur dómana til
sölu, og keypti Lúðvík IX. Frakka-
konungur, sem sannheilagur er tal-
inn, þá alla, þar á meðal hinn helga
dúk, sem fékk nú samastað í Sainte
Chapelle í París.
En nú fer myndin að hverfa í
gleymskunnar haf. Hennar er sjald-
an getið, og stundum er hún sögð í
eign annarra kirkna en þeirrar, er
átti hana. Þó er hennar getið af og
til í máldögum Sainte Chapelle. En
frægðardagar hennar eru taldir, og
loks hverfur hún í fæðingarhríðum
nýrra tíma, þegar byltingarmúgur-
inn franski eyðilagði Sainte Chapelle
árið 1792. Síðan hefur ekki til dúks-
ins spurst.
(Athugasemd: Við samning þess-
arar greinar hef ég aðallega stuðzt
við grein eftir S. Runciman, “Some
remarks on the image of Edessa,”
í Cambridge Historical Journal, III.
238—252. Þar eru þó nokkrar villur
og vil ég benda á þær helztu. Nikulás
er sagður ábóti á Þingeyri, en það
var annar maður, Nikulás Sæmunds-
son, er var uppi um sama leyti og
Nikulás ábóti á Munkaþverá, sem
var Bergsson eða Hallbjarnarson. í
sextándu neðanmálsgrein er vitnað
í Patrologia Graeca, CXI. bindi, en
ætti að vera CXIII. bindi. Fimta
neðanmálsgreinin er og skökk; í
seinna tilfellinu ætti að vera Patr.
Gr., XCIV. 1173—1174 og 1261—1262.
Lýsingu á hinum helgu dómum í
upphafi máls míns er að finna í
Alfræði íslenzkri, sem Kr. Kaalund
gaf út í Kaupmannahöfn 1908, bls. 25.
Um Leiðarvísi Nikulásar hefur
Francis P. Magoun Jr. ritað fróðlega
grein í Mediaevál Studies, VI.
314—354).