Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 77
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON:
Saga eignasalans
Með lamandi striti og lítt tömdu viti
eg leirstein og kalk bar á efstu hæð;
gróf kjallara og skurði með skarða burði
og skít upp á haus og fljóta æð,
svo Gunna mín hjá mér þá fór burtu frá mér
og fussaði og sveiaði tunguskœð.
Eg sá það mig drœpi sem drýgði eg glæpi
og drepinn eg yrði í striti og leir,
svo reku eg henti og ræflunum senti
og rétti úr mér hrópandi: .„Aldrei meir!“
Eg kofa minn seldi á sama kveldi
með svipinn Gunnu, er aldrei deyr.
í skuld eg mér hleypti og skokkabíl keypti,
öll skelfing af „lóðum“, er seldi eg fljótt
með tvöföldum hagnað, er færði mér fagnað
og fjölda af vinum, — sem skuggar um nótt
þeir hangdu fyrst á mér unz hrinti eg þeim frá mér
sem horngrýtis sleikjum með kjaftæðis sótt.
Með hygni og viti og voða-striti
eg „velsigna“ gamla karlinum — mér,
sem makindin þráði og Mammon dáði,
er mætti eg í lukkupottinum hér,
og sál mín Ijómar og lofgjörð hljómar
eins lengi og kroppurinn heldur sér.
Nú Gunna er hjá mér og fer ekki frá mér
en friðmœlist við mig hvert einasta kvöld,
því nú er eg sjóli á hamingjuhjóli
en hún er mín þerna með lítil völd.
Um skildinginn held eg, af gróða smátt geld eg,
en geymi hann óhultan bak við tjöld.