Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 78
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í gullnum sölum í sólskins dölum
eg sit, er þeir yngri moka skít.
Öll heimsins gæði og jöt og fœði
mér fœrir samtíð, en eg þess nýt,
að svona er ellin syngjandi brellin,
hún safnar mör undir hárin hvít.
‘wgssatspp*
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON:
Hækkandi sól
Sviflétta, blessaða, syngjandi vor,
sunnan úr goðheimi liggja þín spor
norður í helkuldans heima,
þar sem að veturinn voldugi býr
vorfugla hópunum burt frá oss snýr
suður í geislandi geima. —
Langur var Ijósinu flóttinn,
löng stundum skammdegisnóttin
þeim, sem að hálfkulnað œvikvöld er.
Alt það samt gleymt er og grafið
gestir þá fljúga yfir hafið
flytjandi vordýrð og varma með sér.
Hœkkar á lofti vor signaða sól,
senn græðir vorið um lautir og hól
frostbitnu sárin, er svíða.
Vonirnar uppljóma augnanna þor,
alt sem að lifir þá greiðkar sín spor
veröld að vegsama og prýða.
Himininn hlýnar og stækkar,
hretviðra spádómum fækkar.
Vorljóminn blessaði gengur í garð.
Alt það sem andar og flýgur,
alt það sem moldina sýgur
fagnandi lífsmagni fyllir sitt skarð.