Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 80
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA læknis Jónassonar. Var þar gildi haldið og margt boðsfólk, þar á meðal Jóhann Pétur Hallson á Gimli og synir hans Jóhann Schram og Gunnar. Segir Jóhann Schram frá þessu í dagbókum sínum. Á laugardaginn fyrsta í sumri (27. apríl), kom á dagmálum til Gimli gufubáturinn Lady Ellen með út- sæði og ýms akuryrkju áhöld, er keypt voru handa nýlendumönnum fyrir hið endurborgaða sóttvarðar fé — auk annars farms. Hálfri stundu fyrir hádegi lagði skipið aftur af stað frá Gimli til Winnipeg. Með því tóku sér far séra Páll Þorláksson, Magnús Stefánsson og Sigurður Jósúa Björnsson, eins og um hafði verið samið áður. í þessari för voru einnig margar ungar stúlkur, sem ætluðu að vista sig í Winnipeg. Tók Magnús það að sér að útvega þeim vistirnar þegar þangað kæmi. En helzt lítur út fyrir, að í förinni hafi einnig verið ungir piltar, sem ætl- uðu að leita sér atvinnu í Manitoba, því Framfari (I., 22) skýrir svo frá, að með séra Páli hafi farið fjöldi unglinga, og hafa þeir máske verið úr söfnuðum hans, og hann komið drengjunum á framfæri í Winnipeg. Landnám Islendinga í Norður Dakota, eftir séra Friðrik J. Berg- mann (Almanak O. S. Th., 1902, bls. 20), skýrir svo frá, að séra Páll hafi dvalið um hríð í Winnipeg til að hlynna þar að safnaðarmálum meðal íslendinga. Hvað Sigurður Jósúa hafði þar fyrir stafni, segir sagan ekki frá, því fátt mun nú kunnugt af því, er hann ritaði og orti. En Magnús skýrir frá, að ferð- in frá Gimli með Lady Ellen hafi gengið að óskum til Winnipeg, og hafi þeir komið þangað snemma á sunnudags morguninn. Á mánudaginn festir Magnús upp auglýsingu á ensku, sem hann þýðir á íslenzku: „Vinnukonur fást hér“. Segir hann svo frá, að heita mætti að ös væri hjá sér í þrjá til fjóra daga. Þá var ein stúlka eftir, en öllum hin- um útvegaðar vistir. Mun Magnús hafa sjálfur fylgt stúlkum sínum til húsmæðranna, og ekki skilið við þær nema hann væri í fylsta máta á- nægður með heimilin. Virðist þessi varúð stafa af því, að misjafnar hafi sumar vistirnar reynzt á stundum umkomulausum unglingsstúlkum, sem enga eða litla ensku kunnu og sjálfar urðu að brjóta sér braut meðal annara þjóða. Fróðlegt væri að vita nafn ungu stúlkunnar, sem enn var ekki vist- ráðin af þessum ungmeyja skara, því á henni sýnist velta val íslenzku ný- lendunnar í Dakota, þótt það kunni að þykja skringilega til orða tekið. En víst er um það, að hefði hún verið komin í vist eins og hinar, þá hefði Magnús verið búinn að taka burtu auglýsingu sína, Hunter rit- stjóri ekki tekið hann tali og Dakota ríkið aldrei borið á góma. En við- ræður þeirra, sem vel mætti nefna forspjall að sögu íslendinga í Dakota, þýddi Magnús seinna orðréttar eins og hann mundi bezt, án þess að velta þeim meira við í íslenzkunni. Er þessarar sömu heimildar getið í sögu Nýja-íslands, öðrum þætti, VI. kafla, þar sem Magnús lýsir bóluvetrinum, en frá samtali sínu við ritstjórann segir hann svo: . . . Stúlkurnar voru allar komnar í vist nema ein. Kemur þá maður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.