Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 86
66 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ritar séra Friðrik. „Skógurinn lá þar í beltum fram og aftur, en grasi vafðar sléttur á milli. Vestast báru „fjöllin“ skógi vaxin við himin. Þótt þau hefðu lítið annað sam- eiginlegt við íslenzku fjöllin en nafnið, gerðu þessar hæðir sjóndeild- arhringinn svipmeiri og voru þarna til trausts og verndar fyrir væntan- lega mannabygð, er myndast kynni fyrir neðan þau, hve nær sem menn- irnir gerðust svo hugaðir, að leita þangað skjóls og athvarfs. Er óhætt að fullyrða, að hæðir þessar áttu sinn mikla og góða þátt í, að draga huga þessara íslenzku landleitenda að þessu svæði.“ „Hér námu þeir staðar,“ ritar séra Friðrik enn fremur. „Mælti séra Páll svo fyrir, að þeir félagar hans skyldu verða hér eftir til að skoða landið betur. En sjálfur skyldi hann halda suður til Minnesota og skoða sig þar um, og jafnframt sunnar í Dakota. En svo mun honum samt þegar hafa sagt hugur um, að austan undir þessum Pembina-hæðum mundi verða líklegasti nýlendustaðurinn. Hélt Magnús Stefánsson og ein- hverjir með honum í suðurátt til að kanna landið. Komu þeir þar, sem seinna var Vík kallað. Flaut þá vatn yfir alla Víkina og slétturnar þar austur af. Lengst héldu þeir að læk þeim, er Kristinn Ólafsson frá Stokkahlöðum í Eyjafirði síðar nam land við. Voru stórar tjarnir og mik- ill vatnselgur þar, sem nú er skrauf- þurt land. Þóttust þeir nú ærið Iangt hafa ha'ldið, og örvæntu, að sér mundi afturkvæmt til félaga sinna, svo framarlega að lengra væri farið. Sneru þeir þá aftur og þóttust mikið og frítt land séð hafa, en kváðu vot- lendið helzt til ókosta. Var mönnum næsta illa við það eftir veruna í Nýja-fslandi. En þeir séra Páll hurfu aftur austur til mannabygða og gistu um nóttina hjá . . . Bótólfi Olsen."* í hugum þessara manna var það einróma álit, að ákjósanleg nýlenda væri fundin handa íslendingum. Skiftu þeir hér fámennu liði. Urðu sumir eftir á þessum nýju slóðum, en hinir lögðu af stað norður og hugðu að flytja sig eins fljótt suður og auðið yrði. III. Sunnudaginn 19. maí, hálfri stundu eftir dagmál (kl. 9V2 f. h.), kom Jóhann P. Hallsson heim til sín úr Dakota-förinni, ásamt Sigurði Jósúa Björnssyni, til að búa allt undir burtflutninginn suður. Ekki géta samtíðis heimildir um fleiri, er komu til Gimli úr þessari för að sunnan. Getur Framfari (I., 26) þeirra í hinum þunnskipuðu ný- lendu-fréttum, 6. júní 1878, en ekki hvenær þeir komu heim, en bætir við: „Frétzt hefir að hinir (Magnús, Gunnar og Árni?) hafi sezt að á sléttunni rétt fyrir sunnan landa- mæri Manitoba um 60—80 mílur frá Winnipeg með þeim tilgangi að taka þar land.“ Að fimm dögum liðnum eru þeir Jóhann og Sigurður Jósúa búnir í kyrrþey að ráðstafa öllu því, sem þeim þurfa þó’tti, og flytja farangur sinn til Gimli, ásamt Benedikt Jóns- syni Bárðdal (Bardal) frá Mjóadal, er fór ti'l Vesturheims 1873. Slóst ‘Trúleg'ast er, a‘Ö fyrri nýlendu-leitiú hafi staðiÖ yfir frá. 3. til 10. maí, en s seinni frá 11. til 15. maí, þótt útreikning þessum geti skeikaÖ um einn et5a tvo dagn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.