Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 103
I ÞORPINU
83
fulls. Þær höfðu altaf verið að því,
síðan Júnínóttina blælygnu heima
við fossinn.
Pétur var einn heima. Honum
þótti einveran leiðinleg. Hann var
uð velta því fyrir sér, hvort hann
®tti heldur að ganga út í þorpið eða
fá sér bók til dægrastyttingar. Kaus
hann heldur hið síðara, því dagur var
að kveldi kominn. Hann vissi að
Eiríkur átti bækur, og að hann
uiundi ekki taka hart á sér, þó hann
fangi sér eina af þeim. Hann fór því
úin í herbergi Eiríks og leitaði um
stund að einhverri bók, sem hann
h'efði ekki lesið. Hann tók þá eftir
Því, að skrifpúlt Eiríks var ólæst.
Einhver undarleg og áköf forvitni
§rípur hann. Hann opnaði það, og
þar beint fyrir framan hann sér hann
hréf til sín með hönd Eiríks. Honum
verður hverft við. Þá heyrðist hon-
Uln einhver koma. Hann skellir aftur
Púltinu og hraðaði sér burt. Svo
hlustaði hann til, hvort nokkur
kæmi en heyrði ekkert. Að því búnu
lokaði hann húsinu og las bréfið,
því það var ekki lokað.
Svo leið tíminn og Pétur átti í
^úklu stríði við sjálfan sig eftir bréf-
festurinn. Hvað átti hann að taka
fil bragðs? Hann var nú búinn að
kornast að því, sem hann hafði lengi
Srunað. Átti hann að gjöra opinbert
hvers hann varð vís eða átti hann
að þegja? Ef hann léti nokkurn vita
Petta, kæmist það óðara í allra vit-
Uud. Svo mundi Eiríkur reiðast hon-
um 0g rifta svo öllu saman, og þá
^®ri úti með það alt, þess væri hann
árviss, og svo yrði hann engu bætt-
&ri. Og Eiríkur mundi svo fara sínu
^m, þegar honum sýndist. En því
6 ki að þegja og láta ekki á neinu
bera, — en var nú ekki óskaplegt
að þegja yfir þessu. Svo fór hann
að hugsa um fátækt sína og alsleysi.
Þetta ásótti hann nótt og dag. Það
læddist í huga hans á næturnar milli
dúranna, og svo fór hann að liggja
vakandi tímunum saman og hugsa
um þetta. Það olli honum mikillar
áhyggju. Hann fór að hugsa um, að
ómögulegt væri þó að bendla sig
við þetta, þó það kæmi fyrir, því
bréfið bæri þar sannleikanum vitni.
Það væri skrifað með Eiríks eigin
hendi og undirskrifað af honum
sjálfum. Og svo fór hagsvonin smá-
saman að hvísla að honum, að það
væri bezt að þegja, þegja eins og
steinn, látast ekkert vita um fyrir-
ætlun Eiríks. Reyndu að hagnýta þér
heimsku annara. Heimsku — en var
þetta nú heimska? Jú, auðvitað var
það heimska. Ekki var það vit —
svo mikið var víst. Og hann réði það
af að þegja. Og honum fanst hann
verða rólegri, eins og hann hefði
unnið einhverja ógnar þraut.
☆
Nokkru síðar barst sú fregn frá
manni til manns, að Eiríkur væri
horfinn og findist hvergi. Leit var
hafin og fanst lík -hans í ánni. Hann
hafði drekt sér í fossinum.
Við líkskoðunina sýndi Pétur
bréfið, og varð þá ljóst, að Eiríkur
var valdur að dauða sínum sjálfur
en enginn annar.
Hvar sem tveir eða fleiri fundust,
var ekki um annað talað en dauða
Eirí'ks, hversu voeiflegt þetta hefði
verið. Þetta grunaði þá altaf; en það
var mikið, að hann skyldi ekki gera
þetta fyrr, sögðu þeir. Og svo fóru
konur að segja drauma sína, og voru