Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 110
90 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA urnar, sem að vísu lýsa að nokkru hugsunarhætti hans og standa fylli- lega jafnfætis flestu því, er ritað var um sama tíma, eru meira mótað- ar af þáríkjandi tíðaranda og bók- mentastefnum, ásamt umhverfinu, og því aðeins lítill þáttur úr lífi hans. Hann hafði stórri fjölskyldu fyrir að sjá, rak búskap og verslun, póstafgreiðslu og umboðssölu, sat í sveitarstjórn, vann að kirkju- og safnaðarmálum, hafði áhuga á lands- pólitík og skrifaði margar greinar um þau mál. Þó átti hann sér ef til vill enn stærra hugðarefni, þar sem var hljómlistin. Með ótrúlegustu erfiðleikum aflaði hann sér svo mikillar þekkingar í hljómfræði, að hann frumsamdi og raddsetti söng- lög, sem standa enn jafnfætis mörgu því besta, sem skráð hefir verið hér vestra á því sviði. Þar kemur glöggv- ar í ljós hin mildari og blíðari al- vöruhlið skáldsins, sú hliðin, sem fjöldinn hallaðist að honum og unni honum fyrir. Það er annars mikil eftirsjá í því, að þessar sögur, og þá sumt af bestu blaðagreinum Gunnsteins, voru ekki prentaðar 30—40 árum fyrr, meðan minning hans var grænni og kaup- endur fleiri, ekki síst vegna þess, að heima á föðurlandinu selst aldrei neitt til muna af því, sem skrifað er og prentað vestan hafs. Því lofsverð- ara er það, að dóttir hans hefir ráðist í að gefa þær út á sinn kostnað, vit- andi vits, að salan getur aldrei fylli- lega borið kostnaðinn. Æskilegast hefði verið að gefa skýringar yfir enskuslettur og hrognamál, sem höf. vísvitandi legg- ur persónum sínum í munn bæði í Elenóru og sumum hinum sögunum; en bæði felst í því talsvert verk og aukinn kostnaður við útgáfuna, svo ekki þótti tiltækilegt að gjöra það. AUSTURLAND, III.—IV. Mikið megum við arfar Austur- lands vera þakklátir fyrverandi al- þingismanni og forstjóra Halldóri Stefánssyni fyrir öll fræðimanns- störf hans í þágu Austfirðingafjórð- ungs, eins og sá hluti landsins er tíð- ast nefndur. Mun það nafn að líkind- um tolla við, enda þótt Austurland sé bæði fallegra og landfræðilega rétt- ara. Gerði Halldór fulla grein fyrir þessum nöfnum í inngangi fyrsta bindis. Nú eru als komin út fjögur bindi, og er augsýnilegt að Halldór hefir verið aðalritstjórinn og drif- fjöðrin í fyrirtækinu, þó ýmsir aðrir séu taldir og hafi vitanlega lagt drjúgan skerf til ritsins. í þessum fjórum bindum telst mér til að séu um eða innan við þrettán hundruð blaðsíður, og af þeim hefir Halldór einn skrifað og safnað mun meira en helmingi og auk þess annast að mestu prófarkir og nafnaskrár. Áður hafði hann skrifað sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, eins og hann kallar það rit, sem í eðli sínu tilheyrir þessu safni. Fyrstu tvö bindi Austurlands komu út á árunum 1947 og 1948, og var þeirra getið í þessu riti á sínum tíma. Svo varð hlé á útgáfunni þangað til þriðja bindi var gefið út 1951 og svo fjórða bindi seint á árinu, sem leið (1952). Þriðja bindið er langstærst, eða nærri 100 blaðsíðum meira en fyrsta og annað, hvort um sig. Fyrst er saga og lýsing Papeyjar, eftir Halldór St. og Eirík Sigurðs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.