Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 33

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 33
JÓLAKRINGLA 1/2 skammtur grunndeig Fylling: 250 g möndlumassi 1 eggjahvíta þeytt egg til penslunar, sykurbráð og sultaður appel- sínubörkur til skreytingar. Fletjið deigið út í aflanga köku. Hrærið saman möndlumassa og eggjahvítu og breiðið blönduna á kökuna. Rúllið kökuna í þétta lengju. Mótið lengjuna í kringlu á bökunar- plötunni. Látið hana lyfta sér um helming. Penslið því næst með þeyttu eggi og bakið í miðjum ofni við 225 gráðu hita í 20 mínútur. Búið til sykur- bráð úr 1 dl af flórsykri og app- elsínusafa, strjúkið bráðinni á kringluna og stráið yfir sultuð- um appelsínuberki. ÖMMUKRANS 1/2 skammtur af grunndeigi. Fylling: 50 g smjör 1/2 dl strásykur 3 tsk kardimommur þeytt egg til penslunar og saxaðar möndlur og perlu- sykur til skrauts. Fletjið deigið út í aflanga köku. Smyrjið smjörinu á kökuna, stráið sykri og kardimommum yfir. Rúllið deiginu í þétta lengju og skerið hana þvf næst í sundur eftir endilöngu. Snúið lengjurnar tvær saman og mótið úr þeim krans á bökunarplötunni. Látið lyfta sér í u.þ.b. 30 mfnútur. Pensl- ið kransinn með þeyttu eggi, stráið perlusykri og söxuðum möndlum yfir. Bakið í miðjum ofni við 225 gráður í um 20 mínútur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.