Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 37

Vikan - 14.11.1991, Page 37
CWJ KEISARALEG HABSBORGARA-TERTA 150 grömm marsipan 8 eggjarauður 90 grömm smjör 8 eggjahvítur 200 grömm sykur 150 grömm hveiti 150 grömm saxaðar hnetur 150 grömm saxað súkkulaði 75 grömm saxaðir, sykraðir ávextir (appelsínubörkur, sítrónubörkur, kirsuber og grasker) sítróna, vanillusykur og ögn af salti. Marsipanið og eggjarauðurnar er hrært vandlega saman, smjörið hrært en ekki um of og því síðan bætt út í. Eggjahvít- ur og sykur stífþeytt, öllum aukaefnum bætt út í eggja- hræruna og að síðustu stíf- þeyttum eggjahvítunum oc sykrinum. Kakan er bökuð í einu mó' við þann hita sem venjulega e notaður við bakstur á kökum af þessari stærð og þykkt. Kannið hvort kakan er bökuð með því aö stinga í hana prjóni. Ef hann hreinsar sig er hún tilbúin. Skreytinguna leggjum við alfarið á herðar hvers og eins en auðvitað gætu menn reynt Austria Imperialis að teikna upp skjaldarmerki keisarafjölskyldunnar svo tert- an verði ekki bara góð á bragðið heldur líka glæsileg, eftir að marsipanhúð hefur verið sett ofan á hana og súkkulaðihjúpur á hliðarnar, eins og sést á myndinni að gert hefur verið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.