Vísir - 24.12.1938, Page 8

Vísir - 24.12.1938, Page 8
6 VÍSIR vatnsker í rómverskum stíl eða koparkatla, án þess að einn vatnsdropi fari til spillis, l>ótt vegurinn sé illur og erfiður, og er þær ganga ineð kerin, — lyfta öðrum handleggnum og leggja hendina aftur fvrir lmakkann, — minna þær á grískar gyðjur, — gyðjur yndisþokkans. Capri, eins og hún er í dag, mætti nefna „setustofu Evrópu“, því að þangað leita ýmsir liinna frægustu manna, til þess að njóta sólar og sælu á stað þar sem tíminn stendur í stað þótt lífinu sé lifað. Þótt einkennilegt megi virðast lifa eyjahúarnir frekar í fortíð en nútíð. Til dæmis að taka tala þeir um Tiherius eins og hann liefði látist síðustu dagana. Þessi rómverski keisari, sem leitaði hælis og eyddi mörgum árum æfi sinnar á Capri, er ljóslifandi i ímyndun fólksins. Júpíter-musterið, sem Tiberius bygði efsl á Capo-hæðinni, stendur enn i allri sinni dýrð, með vængjum og súlnaröðum, skrautlegum hurðum, marglitum veggjum og fegurstu mosaik-gólfum, í ímyndun fólksins, þótt sannleikur- inn sé sá, að það sem enn er eftir af höllinni eru aðeins gólfin og nokkrir veggir. Ættliður eftir æltlið hafa alist upp við slika draumsýn, og í rauninni sjá þeir iiana í veruleikanum. Þeir miklast yfir liinni veglegu byggingu, þótt mikill hluti hennar hafi þegar lirunið fram af lieligifluginu og í sjóinn, en þetta feðranna verlc ber vott um veldi Rómverja og þroska, þótl það hvíli nú í rústum. Tiberius gat ekki fundið annan stað, er hentaði skapgerð hans betur. Hann var einverunni vanur, með því að Ágústus hafði sent liann til Rhodes, og þar hafði liann dvalið nokkur ár, og þegar liann mat Róm litils og það lif, sem þar var lif- að sneri liann við henni baki og hélt uppi hinum keisaralega virðuleik sínum með því að dveljast á Capri. Róm ofhauð Tiberiusi, og liann þoldi ekki öll þau augu, sem á honum hvíldu þar og gerðum hans. Ljósið var honum ekki holt, því að það sýndi grimd hans og harðneskju. Hann var fyrsti keisari Rómverja, sem naul þess að horfa á þjáningar annara. Hann hafði æðstu völdin í sínum liöndum, en liann fór ekki með þau eins djarfmannlega og Nero eða eins áhyrgð- arlaust og Caligula. Hann óttaðisl almenningsálitið, öldunga- ráðið og mannfjöldann i Róm, en á Capri þóttist hann öruggur. Sú saga er sögð af Tiberiusi, að hann greiddi ekki það fé af hendi, sem Ágústust keisari hafði arfleitt þegna sína að, og nam 300 sesterces á nef hvert. Eitt sinn, er líkfylgd fór um göturnar, þaut maður einn að likinu og hvíslaði einhverju i eyra þess. Þegar liann var að því spurður, hverju liann liefði hvislað að líkinu, kvaðst hann hafa sent Ágústusi þau skila- boð, að fé þetta hefði ekki verið greitt, eins og hann hafði ákveðið. Nú skyldu menn ætla, að Tiberius liefði tekið þessu sem gamni, þótt liann bæri ekki mikið skyn á slíka hluti. En er lionum barst sagan til eyrna, skipaði hann svo fyrir, að mað- urinn skvldi leiddur fyrir sig. Hann greiddi manninum fé það, sem lionum bar, en hætti þvi næsl við: „Eg dæmi þig liér með til dauða, til þess að þú getir sagt Ágústusi frá því, að ég hafi greitt af hendi við þig þinn hluta ai' erfðafé hans.“ Alt þelta Iiefði verið gott og hlessað, ef Tiberius hefði látið sitja við orðin ein, en því fór fjarri, og dómi hans var full- nægt og maðurinn tekinn af lífi. Þótt Tiberius gripi til slikra ráðstafana, mun hann á þessu skeiði æfinnar hafa hneigst að réttlæti og hæversku, en eðlið var svo öfgakent, og þvi fór sem fór. Þegar Tiberius kom lil Gapri, mun hann liafa verið ákveð- inn í því að koma aldrei framar til Rómar. Ýmsir telja, að hann hafi valið Capri sem dvalarslað til þess eins, að hrjóta af sér yfirráð móður sinnar, en lif hans og framferði á Capri sýndi þó hitt, að aðaltilgangur lians mun hafa verið sá, að forðast of marga áhorfendur og umtal. Cajiri var mjög hentugur dval- arstaður fyrir hann, með því að þangað gat enginn komið ó- séður, og öll skip, sem til evjarinnar korna, sjást nokkrum stundum áður en þau ná þar höfn. Cajiri varð þvi sá staður, sem keisarinn gat notið sín til hlitar, einn ráðið öllu, verið herra yfir þúsundum þræla, sem umsvifalaust hlýddu boði hans og banni, þögðu eins og steinninn og sáu ekkert af því, sem þeir vildu ekki sjá. Þrælum hans leið vel í vistinni og þeir unnu kappsamlega að því að byggja höll keisara síns, og brátt reis liún frá grunni með fegurstu súlnaröðum, tign og mikilleik. Það byggingarefni, sem var ekki fyrir hendi á eyjunni, var sótt til Rómar, Carr- ara og Korintliu. Þaðan var málmur sá sendur, sem lil Iiygging- arinnar þurfti, og var liann svo íagurlega unninn, að slíks dæmi munu vart þekkjast enn þann dag í dag. Meistarar lögðu mo- saic-gólfin með hinni mestu snild, og röðuðu smástein við smá- stein, þar lil eitlhvert hið mesta listaverk hlasti við augum. Júpíter-musterið, sem gnæfði efst á Capo-hæðinni, var undra- fögur bygging, er sólin lék um liana, en Tiberius viliii láta Ijós leika um liana allar stundir, og þá eins i myrkri næturinnar. Fyrir því lét liann hyggja vita einn mikinn, eða öllu heldur ljóskastara, og var skini hans hagað þannig, að það beindist að höllinni úr mikilli ljarlægð, eins og tunglskin. Þessi ljósa- dýrð vakti mikla athvgli og hafa ýmsir sagnaritarar gel'ið lýs- ingar af þessu mikla mannvirki. Keisarinn flultist því næsl inn í höllina og Iiafði með sér mikið fylgilið, sem aðallega var valið með tilliti til að fullnægja dutlungum Iians, og þá ekki síst hinni geysimiklu matarlyst, sem keisarinn hafði. ♦ Það er enginn vegur að skýra frá öllu því, sem keisarinn lét flytja inn i Iiöll sína, en það var alt frá fegurstu listaverk- um, frumlegum og iburðarmiklum, til hinna verstu pyndingar- t tækja, sem vöktu hrylling og skelfingu. Þarna dvaldist keisar- inn þvínæst við hinar mestu lystisemdir og sællífi, og liélt þar stöðugar drykkjuveislur, sem sviftu hann allri skynsemi og á- byrgðartilfinningu. Þótt Tiberiusi kunni að liafa verið það nauðugt, varð hann þó að gegna skyldustörfum sínum, og fylgjast með öllu því. sem gerðist heima fyrir i Róm, eins og honum har sem keis- ara. Af þeim sökum var merkjastöð ein mikil sett upp á Sorr- enloskaganum, sem næstur liggur eyjunni. Merkin voru lik þvi, sem nú tíðkast, með þvi að veifur eða fánar voru notaðir, og var þannig hægt að bera boð á milli Rómar og Capri á mjög skömmum tíma. Með þessu móti liélt hann stjórnartaumunum í sínum höndum, en fylgilið hans annaðist móttöku og send- ingu allra boða, sefn á milli gengu, og árum saman forðaðisl keisarinn að yfirgefa Capri. Keisarinn lét það ekki á sig fá, þótt kona hans liði neyð á eyjunni Pandataria, og neitaði hann henni um allar lífsnauð- synjar, og mun hún hafa látið þar lífið. Þetta vissu hins veg- ar þegnar hans og þeim var einnig fullkunnugt um líferni keis- arans, þótt hann reyndi að gæta hinnar mestu varúðar í því efni, að engar fregnir skvldu um það berast til Rómar. Nálægl höllinni er hamar einn mikill, yfir átta hundruð fet á hæð, sem rís næstum lóðrétt úr hafinu. Fram af þessnm hamri lét Tiberius kasta fjölda manns, til þess cins að þcir skyldu ekki verða til frásagnar um atferli hans. Það var það, sem hann óttaðist mest, og i sannleika má segja, að það hafi verið ótt- inn, sem var undirrót grimdar hans og harðneskju. Um það gefur eftirfarandi smásaga nokkra hugmynd: Þegar Tiherius hygði höll sína, fól hann býggingameisturum sinum að gæta þess vandlega, að höllin yrði bygð þannig, að enginn gæti þangað komist óhoðinn, og beittu þeir allri hug- kvæmni sinni í þessa átt, en einkanlega krafðist hann þess, < að engum yrði unt að komast inn í garðinn umhverfis Júpíter- liöllina, nema hann væri þangað hoðinn. Eitt sinn, er keisar- inn var á gangi i einum garðinum, milli limgirðinga, vínvið- ar og vafningsjurta, sá hann all í einu, að hendur gripu í liingirðinguna, og er hann gaf þessu nánar gaum, sá hann, að maður gægðist upp fyrir girðinguna. Tiberius skildi ekkert í þessu, og með því að honum var ókunnugt um erindi mannsins, greip hann svo mikill ótti, að hann mátti sig livergi liræra. Þótt Tiberius væri mikill maður vexti og vel að manni var Iionuin ekki um það, að standa einn andspænis ókunn- ugum, með því að margir átlu sín i að hefna. Maðurinn stökk yfir girðinguna og féll keisaranum til fóta, hrifinn og lirærður yfir því, að hafa keisarann augum litið. Hann hafði klifið liamarinn stall af stalli, þar lil hann náði taki á girðingunni, og var það hið mesta þrekvirki. Ástæðan til þcss var sú, að maðurinn æskti eftir að fá að gefa keisar- anum fisk einn fagran, sem hann hafði aflað, og mönnum var kunnugt um, að keisarinn var vandur að fiskjarvali og lét sér ekki alt vel lika í því efni. Tiberius hirti ekkert um fiskinn. Ilann kallaði á þjóna sína og skipaði þeim að handtaka manninn, sem var hrifinn og brosandi og bjóst við engu illu fyrir verknaðinn. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.