Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 13
Öryggi bifreiða
Líf eða dauði
það getur oltið á hönnun bílsins
Tugir manna farast í umferðinni á ári hverju og hundruð manna
slasast. Bifreiðin sem ekið er getur skipt sköpum um líf eða dauða
eða hve alvarlega ökumenn og farþegar slasast. Rannsóknir bresku
neytendasamtakanna sýna að öryggi bifreiða er verulega ábótavant,
en erfiðlega hefur gengið að fá bílaframleiðendur til þess að bæta sig á
þessu sviði. Á næstu síðu má sjá lista yfir fjölmargar bifreiðir og ein-
kunnir sem þær fá með tilliti til öryggis.
í fyrra létust 24 manneskjur í umferð-
arslysum á Islandi. Rúmlega 850 manns
slösuðust, þar af 211 alvarlega samkvæmt
tölum frá Umferðarráði. A Bretlandi far-
ast árlega um 2.400 manns og 27.000
slasast alvarlega. Koma mætti í veg fyrir
fjölda dauðsfalla og alvarlegra meiðsla ef
meira tillit væri tekið til öryggis við
hönnun bifreiða. Bresku neytendasam-
tökin hafa í áraraðir lagt mikla áherslu á
öryggi bifreiða og krafist reglugerða þar
sem öryggi er sett í öndvegi.
Which, en hefur tekið út þær bifreiðir sem
ekki eru til hér á landi, í samráði við Bif-
reiðaskoðun Islands.
Rannsóknarmenn bresku neytenda-
samtakanna taka hvem bíl í sundur og
rannsaka yfir 50 atriði sem geta skipt máli
fyrir öryggi ökumanns og farþega í slysi.
Þeir meta hvaða þátt hver hlutur getur átt
í að valda meiðslum. Alyktanir þeirra em
byggðar á upplýsingum um raunveruleg
slys og tekið er mið af hinum ýmsu gerð-
um óhappa sem geta orðið.
Einkunnin sem hvert þessara atriða fær
myndar svo heildareinkunn, sem sýnd er
í töflunni. Því hærri sem einkunnin er, því
betur vemdar bifreiðin þig. Bifreiðunum
er skipt í flokka eftir stærð, en bera má
saman einkunnir milli flokka. Eins og sjá
má í töflunni er verulegur munur á öryggi
bifreiðanna samkvæmt niðurstöðum
Bretanna. Hæsta mögulega einkunn er 10,
en enginn bíll fær hærri einkunn en 8.
Einn bíll fær einkunnina 1, en margir fá
lægra en 5. Það þýðir í raun að þeir hafa
fallið á þessu prófi. Hins vegar má jafn-
framt bæta verulega öryggi þeirra sem fá
bestu einkunnir.
Skilaboðin til bílaframleiðenda em því
þessi: Ef öryggi er gefinn meiri gaumur
við hönnun bifreiða, má bæta það veru-
lega. Skilaboð til neytenda: Með því að
velja rétt aukast líkumar á því að þið lifið
af bílslys eða sleppið með minni meiðsl
en ella. Hins vegar koma vitanlega önnur
sjónarmið til greina þegar bifreið er valin,
ekki síst fjárhagsleg sjónarmið og um-
hverfissjónarmið.
Það eru fjölmörg atriði í hönnun bflsins
sem ráða því hvemig fólki reiðir af í á-
rekstri. Hönnun stýrishjólsins getur til að
mynda haft afgerandi áhrif á hve alvar-
lega ökumaður meiðist. Öryggisbelti auka
vemlega líkur á að maður lifi af árekstur.
Það er engu að síður mikil hætta á að
andlit eða höfuð lemjist við stýrishjólið
þegar maður kastast fram. Að baki stýris-
hjólsins er endi stýrisstangarinnar, sem
oft er illa varinn. Það getur haft alvarlegar
■ Orygginu ábótavant
I nýlegu hefti tímaritsins Which? er
birtur listi yfir talsverðan fjölda bifreiða
og tilgreint hvernig öryggi þeirra er
háttað. Hér er átt við öryggi öku-
manns og farþega í slysi, en ekki
nema að litlu leyti hvemig bif-
reiðin er til þess fallin að
koma í veg fyrir að slys
verði. Neytendablaðið
birtir nú listann úr
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991