Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Side 4

Neytendablaðið - 01.11.2000, Side 4
Þar sem líða fer að jólainnkaupum vill Neytendablaðið að marggefnu tilefni fjalla um rétt neytenda við kaup á vörum og þá sérstaklega skýra hvaða reglur gilda um skil og skipti á vöru og hvaða rétt viðkomandi hefur ef vara er gölluð. Vandræðaástand eftir síðustu jól Eftir jólaverslunina í fyrra sköpuðust ýmis vandamál vegna skilareglna versl- ana og hafði kvörtunarþjónustan vart undan að leiðbeina óánægðum neytend- um, meðal annars vegna þess að margar verslanir hófu útsölur strax eftir jól og dæmi voru um að útsölur hæfust milli jóla og nýárs. Fjöldi neytenda lenti því í að verslanir neituðu að taka við gjöfum nema á útsöluverði ef neytandinn gat ekki framvísað kassakvittun. Þetta telja Neytendasamtökin óviðunandi enda ekki hægt að gera þær kröfur að kassakvittun fylgi jólapakkanum. Við endurskoðun laga um lausafjárkaup fyrr á árinu vöktu Neytendasamtökin athygli á þessu ástandi og lögðu áherslu á að grípa þyrfti í taumana. Akveðið var að skipa nefnd til þess að koma á reglum um skil verslana og hefur sú nefnd hafið störf en ekki er víst að niðurstaða hennar liggi fyrir áður en jólainnkaupin hefjast. Neytendasam- tökin hvetja því neytendur til þess að kynna sér sérstaklega skilareglur versl- ana og hvenær útsölur hefjast þar sem þeir kaupa jólagjafimar, og sniðganga þær verslanir sem bjóða ekki upp á skil eða aðeins með mjög takmörkuðum hætti. Réttur til að skila og skipta vöru Ekki er í lögum kveðið á um rétt lil að skila né skipta vöru sem ekki er haldin galla. Það er þess vegna undir verslun- inni komið hvort hún tekur við vörunni aftur og hvaða reglur gilda þá um skil á vörunni, þ.e. hvort skipta þarf í aðra vöru, gefin er inneignarnóta eða varan endurgreidd. Flestar verslanir skipta vöru ef komið er með hana í verslunina innan hæfilegs tíma frá því að kaupin áttu sér stað en sjaldgæfara er að verslun bjóði upp á að skila vöru þannig að andvirði hennar sé greitt til baka. Ymis vandamál sköpuðust í fyrra, svo sem að fólk gat aðeins skipt bók í bók í stórmörkuðum og jafnvel var þá búið að ganga frá öllum bókunum þannig að neytendum var gert að bíða í ár. Inneignarnótur Þegar vöru er skipt bjóða verslanir oft inneignarnótu ef neytandinn finnur ekk- ert í staðinn fyrir vöruna sem hann keypti. í mörgum tilvikum eru sett skil- yrði fyrir notkun inneignarnótunnar. Al- gengt er að kveðið sé á um það á nótunni að ekki sé heimilt að nota hana á útsölu. Ef það er ekki tekið fram á nótunni getur verslunin hins vegar ekki borið því við seinna meir. Einnig er í mörgum tilvik- um kveðið á um gildistíma inneignamót- unnar. Ef ekki er kveðið á um hann á nótunni gildir hún í 4 ár samkvæmt fyrn- ingarlögum. Gjafabréf Við kaup á slíku bréfi getur verið mikil- vægt að kynna sér vel þau skilyrði sem sett eru um notkun þess. Þar má nefna að gildistími gjafabréfa er oft takmarkaður og í sumum tilvikum er jafnvel um mjög stuttan gildistíma að ræða. Vafasamt get- ur verið að hafa gildistíma gjafabréfa mjög stuttan og getur slíkt í sumum til- vikum talist til ósanngjarnra samnings- skilmála sem samningalög heimila að sé vikið til hliðar að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig verður að hafa það í huga við kaup á gjafabréfum og við inn- lausn þeirra að engin trygging er fyrir því að verslunin eða fyrirtækið starfi um aldur og ævi. Rétttur til að hætta við kaupin Þegar vara er keypt við útidyrnar eða í gegnum pöntunarlista er hægt að láta kaupin ganga til baka innan ákveðinna tímamarka. Varan þarf þó að hafa kostað að minnsta kosti 4.000 krónur og þarf að tilkynna seljandanum það innan fjórtán daga frá kaupunum. Kveðið er á um þennan rétt í húsgöngu- og fjarsölulög- unum. Ef vara er gölluð Ef vara er gölluð gilda hins vegar allt aðrar reglur um skil á vöru og er þær að finna í lögum um lausafjárkaup. Vara er gölluð þegar hún hefur ekki þá eiginleika eða þau einkenni sem hún átti að hafa samkvæmt kaupsamningi eða sem al- mennt má ætla að vörur af sömu tegund hafi. Þau úrræði sem kaupandi hefur ef Bráðum koma Að kaupa jólagjafirr 4 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.