Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 27

Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 27
skólann. Ofan á mjólkurglasinu er lítil dós með múslí, en í stað þess að hafa hreint ómengað múslí er í því viðbættur sykur. Þegar litið er á abt-mjólk með jarðarberjum og múslr er ekki aðeins viðbættur sykur í mjólkinni sjálfri heldur líka súkkulaðikúlur í múslíinu. Þetta verður að telja algjöran óþarfa og ástæða er til að beina því til framleiðanda þessarar vöru að mun skynsamlegra væri að markaðssetja mjólkurvörur þar sem sleppt væri viðbættum sykri. Litríkar umbúðir Börn eru stór markhópur fyrir fram- leiðendur. Til eru ýmsir vöruflokkar sem ætlaðir eru sérstaklega börnum: Skóla- jógúrt, Smellur, Skólaskyr, Keila og Orkumjólk. Keila með appelsínum er eina vörutegundin þar sem ekki er viðbættur sykur. Þessar vörur eru í litríkum umbúðum, þær eru auglýstar og gerðar spennandi fyrir börnin. Einnig er látið í veðri vaka að þetta séu hollar vörur þar sem um mjólkurvörur er að ræða. Börn eru áhrifagjörn og án efa mundi það hafa áhrif á þau ef mjólkurvörur án viðbætts sykurs eða sykraðs bragðefnis væru settar í „spennandi“ umbúðir. Án efa mætti gera þær vinsælli hjá börnunum. Þessu til stuðnings má vísa í auglýsinga- herferð Mjólkursamsölunnar þar sem auglýst er d-vrtamínbætta léttmjólkin Dreitill. Dæmi eru urn börn sem fengust ekki áður til að drekka mjólk í skólanunr en drekka nú Dreitil á hverjum degi og með bestu lyst. Drykkjarföng Kókómjólk hefur sennilega verið einn vinsælasti drykkurinn í grunnskólum á landinu í fjölmörg ár. I bókinni Næring- argildi matvœla frá Námsgagnastofnun og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins kemur fram að í hverjum 100 g af kókómjólk eru 4,5 g af viðbættum sykri. Aðrir vinsælir drykkir í skólum landsins eru Svali, Tommi og Jenni en í þessum drykkjum er einnig viðbættur sykur. Einnig eru Flóridana og Trópí seldir og er þar um að ræða 100% ávaxtasafa sem inniheldur ávaxtasykur. Margir kennarar eru þess sinnis að einungis ætti að selja mjólk og gefa vatn í skólum og er Neytendablaðið þeim sammála. Feit börn Nú er offita orðin vaxandi vandamál hjá bömum og má þar meðal annars kenna um röngu mataræði og ónægri hreyfingu, Þegar vörur eru með viðbættum sykri kemur mikil orka frá sykrinum sjálfum. Það má því í raun segja að bömin séu að borða „tómar“ kaloríur sem mettar þau fljótt en veitir þeim lítið af þeirri næringu sem þau þurfa fyrir daginn. Börnin þurfa að fá hollan mat sem er ríkur af vítamínum og næringaefnum. Það væri því snjallt hjá foreldrum að vekja alla fjölskylduna til umhugsunar og borða til dæmis hafragraut í morgunmat, eða gróft brauð. Taka með sér í skólann ósætar mjólkurvörur og drekka meira vatn. Heimildir: Vissir þú þetta um sykitr? Upplýsingablöðungur NLFÍ. Nœringargildi matvœla - nceringartöflur, Náms gagnastofnun og Rannsóknarstofnun landbúnað arins, 1998. Innihald Orka Prótein Kolvetni Fita Framleiðandi Nýmjólk, sykur, jarðarber, kakó, undanrennuduft, rauðrófuþykkni, bragðefni, lifandi jógúrtgertar 383 kj / 91 kkaL 3,4 g 11,5 g 3,5 g MBF Nýmjótk, sykur, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar 388 kj / 92 kkaL 3,5 g 11,5 g 3,6 g MBF Nýmjólk, sykur, ferskjuþykkni, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar 405 kj / 96 kkal 3,4 g 12,8 g 3,5 g MBF Nýmjólk, jarðarber, sykur, undanrennuduft, þrúgusykur, litarefni, bragðefni, lifandi gerlar. í musli: maísflögur, papaya, súkkulaðihúðaður ris 507 kj / 120 kkal 3,7 g 17,4 g 4,0 g MBF Mjólk, ber, sykur, rjómi, hrísgrjón, sterkja, bindiefni, titarefni, bragðefni 597 kj / 142 kkaL 2,7 g 21,8g 4,9 g MjóLkurst. Búðardal Nýmjólk, sykur, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar 418 kj / 99 kkal 3,4 g 13,8 g 3,4 g MBF Nýmjólk, sykur, jarðarber, undanrennuduft, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar 397 kj / 90 kkaL 3,2 g 11,9 g 3,3 g MBF Nýmjólk, sykur, jarðarber, undanrennuduft, þrúgusykur, litarefni, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar, sýra 438 kj / 104 kkaL 3,0 g 16,0 g 3,1 g MBF Nýmjólk, sykur, undanrennuduft, þrúgusykur, bragðefni, litarefni, lifandi jógúrtgerlar, sýrá 457 kj / 109 kkal 3,3 g 16,6 g 3,4 g MBF Undanrenna, sykur, bláber (5%), skyrhleypir, skyrgerlar 351 kj / 83 kkal 10,0 g 10,2 g 0,2 g MBF Undanrenna, nýmjólk, rjómi, sykur, bragðefni, undanrennuduft, bindiefni, skyrhleypir, Lifandi mjólkursýrugerLar 494 kj / 118 kkat 8,4 g 11,1 g 4,4 g MBF Undanrenna, sykrað bragðefni, skyrgerlar, ostahLeypir 409 kj / 96 kkat 10,6 g 12,6 g 0,4 g NýmjóLk, jarðarber, rjómi, sterkja, sykur, hveiti, hveitikím, hveitiklíð, hrísmjöL, maís, kakófeiti, kakó, frúktósi, mjóLkurduft, Biogarde gerlar, hnetur, sojabaunafLögur, bragðefni, saLt 585 kj / 128 kkal 3,8 g 17,9 g 7,3 g MjóLkursamLagið BúðardaL NýmjóLk, undanrennuduft, Lifandi gerLar. í musLi: HafrafLögur, sykur, jurta- olía, hveitifLögur, hrís, rúsínur, kókosflögur, hesLihnetur, hunang, saLt 436 kj / 104 kkal 4,3 g 10,7 g 4,9 g MBF MjóLk, rjómi, sykur, jarðarber, sterkja, geLatín, pektín, sítrónusýra, náttúruLeg bragðefni 535 kj / 128 kkal 2,7 g 15,6 g 6,1 g Leche PascuaL, S.A. Nýmjótk, undanrennuduft, Lifandi jógúrtgerlar 270 kj / 65 kkal 3,8 g 3,6 g 3,9 g MBF Undanrenna, skyrhleypir, skyrgerlar 259 kj / 61 kkal 11,5 g 3,3 g 0, 2 g MBF Undanrenna, skyrgerLar, ostahLeypir 301 kj / 71 kkaL 13,3 g 3,3 g 0,5 g KEA Nýmjólk, undanrennuduft, sýrð með LactobacilLus acidophiLus og bifidobactérium bifidum 270 kj / 65 kkal 3,7 g 3,7 g 3,9 g MBF NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 27

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.