Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 28
Umhverfismál
Að kafna í eigin skít
Gerlar í bruggtunnu éta sykur
en skíta áfengi. Bruggarinn
sér þessum lífverum fyrir
kjöraðstæðum í upphafi, sér
um að hitastigið sé rétt og
gætir þess umfram allt að
gerlarnir hafi nógan sykur til
að bíta og brenna. Og ekki
ber á öðru en gerlarnir uni
hag sínum vel. Þeir fjölga sér
í ákafa og éta eins og þeir
geta. Engu að síður verður
endirinn sá að umhverfið í
bruggtunnunni verður þeim
banvænt. Þegar áfengið hefur
náð vissum mörkum þola
gerlarnir það ekki lengur. Þeir
kafna þannig í eigin skít.
Gerlarnir hafa sér það til
afsökunar að vera heilalausir.
Maðurinn hel'ur aftur á móti
gríðarstóran heila og einkar
vel þroskaðan. Engu að síður
er mannkynið á góðri leið
með að eitra lífríki jarðarinnar
svo mjög að á endanum gæti
farið fyrir okkur líkt og gerl-
um í tunnu.
í neyslusamfélagi Vestur-
landa hafa menn að vísu verið
að átta sig á því undanfarna
áratugi að ekki verður enda-
laust haldið áfram að losa
hvers kyns úrgangsefni út í
náttúruna. Við Islendingar
álítum okkur yfirleitt vel setta
í samanburði við aðra. Við
fáum raforku úr fossum og
þurfum ekki að kynda kola-
orkuver. Fámennið og land-
stærðin gera það líka að verk-
um að mengun verður hér
ekki jafn áberandi og víða
annars staðar.
Allt í tunnuna
Þess vegna er ekki endilega
neitt skrýtið þótt Islendingar
hafi verið nokkuð seinir að
taka við sér í umhverfismál-
um. Sorp okkar fer að lang-
mestu leyti óflokkað í tunn-
una, þar á meðal ýmis eitur-
efni sem samkvæmt lögum á
að skila sérstaklega. Eina
undantekningin frá þessu er í
rauninni fólgin í því að við
erum á alþjóðamælikvarða
nokkuð dugleg við að skila
drykkjarumbúðum til endur-
vinnslu. Nokkru af pappafern-
um og blaðapappír er líka
skilað, en þó enn tiltölulega
litlu.
Það er heldur ekki unnt að
segja að stjórnvöld hafi látið
sig flokkun og endurvinnslu
sorps miklu varða. Þannig
segir Ögmundur Einarsson,
framkvæmdastjóri Sorpu, að í
raun séu ekki í gildi nein lög
eða reglur um skyldu neyt-
enda til flokkunar og skila
sorps nema hvað varðar spilli-
efni. Almenningur er á hinn
bóginn að líkindum ekki til-
takanlega vel upplýstur um
hvað flokkast undir spilliefni.
Fjórtán flokkar
Það vantar þó ekki að tilmæl-
um sé beint til þegna þjóðfé-
lagsins um að flokka úrgang.
Mörgum þykir nóg um. Við
eigum að telja plast- og gler-
llöskur í poka og skila þeim
til endurvinnslu. Við eigum
að taka mjólkurfernurnar frá
og skila þeim í gáma. Við
eigum að sjálfsögðu ekki að
henda dagblöðunum í ruslið,
heldur safna þeim saman og
setja í gáma. Tímarit eiga líka
að fara í gáma. Garðaúrgang á
að sjálfsögðu ekki að setja í
ruslatunnuna heldur á hann að
fara til Sorpu. Rafhlöðum,
málningu, þynningarefnum
og fleiri spilliefnum eigum
við að skila af okkur. Alls er
af hálfu yfirvalda kurteislega
farið fram á að við flokkum
heimilisúrgang í eina fjórtán
flokka og leggjum á okkur
sérstakar ferðir til að skila
þessu rusli til endurvinnslu
eða förgunar.
Nú má spyrja hvort ekki
væri eðlilegast að sorphirða
sveitarfélagsins kæmi fyrir
fjórtán sérmerktum ruslatunn-
um fyrir utan hvert hús. Það
segir Sigríður Ólafsdótlir hjá
hreinsunardeild Reykjavíkur
vera pólitíska spurningu en
það yrði þó augljóslega gríð-
arlega dýrt og þar standi hníf-
urinn í kúnni.
Allt of erfitt
Fjöldamargt fólk vill gjarna
leggja sitt af mörkum til að
hlífa náttúrunni og auka end-
urvinnslu. En þrátt fyrir góð-
an vilja reynist það mörgum
einfaldlega of erfitt. Flokkaði
úrgangurinn tekur fljótlega
meira geymslupláss en góðu
hófi gegnir. Pappírsgámarnir
eru til dæmis ekki heldur
alltaf í göngufæri og þá þarf
að leggja á sig sérstaka bíl-
ferð með mjólkurfernurnar og
dagblöðin. Bensínið kostar
peninga og aksturinn mengar.
En fyrir fernur eða blöð fást
engir peningar, þannig að
þegar allt kemur til alls þarf
hinn meðvitaði náttúruvernd-
arsinni að leggja á sig vinnu
og taka á sig fjárútlát til að
sinna því hugðarefni sínu að
vernda náttúruna. Það er því
kannski ekki undarlegt að
mikill meirihluti fólks fer ein-
faldlega með femur og blöð
út í tunnu ásamt fiskroðinu,
kjötbeinurium, kaffikorgnum
og öllum meira eða minna
þarflausu umbúðunum utan
um það sem við kaupum til
heimilisins úti í búð.
Umbúðasamkeppnin
Þegar verkjatöflur eru keyptar
í apóteki er þeim gjarna pakk-
að á spjöld, þannig að hver
tafla fyrir sig er í sérstöku
hólfi. Spjaldinu eða spjöldun-
um er svo pakkað inn í lit-
prentaðan pappakassa. Enn
hefur þó ekki verið nóg að
gert. Aður en viðskiptavinur-
inn fær pakkann afhentan er
honum nefnilega stungið ofan
í bréfpoka.
í þessu dæmi lætur senni-
lega nærri að umbúðirnar séu
um helmingur af heildar-
þyngdinni. Það er vissulega
óvenju hátt hlutfall en í sam-
keppnissamfélagi nútímans
verða umbúðir þó sífellt fyrir-
ferðarmeiri. Margs konar
matvörur eru seldar í plast-
bökkum og það færist í vöxt
að bæði kjöti og fiski sé auk
plastumbúða pakkað í lit-
prentaðar pappaumbúðir, þar
sem tíundað er í myndum og
máli hvers konar gæðavara
hér sé á ferð og hvílíka gæða-
meðhöndlun hún hafi fengið á
færibandinu. Erlendis, þar
sem farið er að innheimta
sorphirðugjald eftir vigt eða
rúmmáli, eru farin að sjást
dæmi þess að fólk taki um-
búðir utan af vörunni og skilji
eftir í versluninni.
Sorp okkar fer að langmestu leyti óflokkað í tunnuna, þar á
meðal ýmis eiturefni.
28
NEYTENDABLAÐHD - nóvember 2000