Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 29

Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 29
er í Svíþjóð til dæmis, fara um 90% af þessu til endur- vinnslu. Jafnvel fólk sem ekki nennir að halda slíku til haga peninganna vegna gerir það fyrir íþróttafélög og önnur samtök sem iðulega senda börn eða unglinga í hús til að safna tómum flöskum og dós- um. Ekki er fjarstætt að hugsa sér að svipuðum árangri mætti ná með því að leggja skila- gjald á drykkjarfemur, niður- suðudósir, rafhlöður og sitt- hvað fleira. Spilum vörnina framar Á vegum sveitarfélaganna er nú unnið að verkefni sem kallast „Staðardagskrá 21“ og miðar að því að nálgast sjálf- bæra þróun. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og verkefnisstjóri, telur að neytendur mættu „spila vörn- ina framar" og velta því að- eins fyrir sér í versluninni hvað þeir þurfa að bera með sér heim af umbúðum og jafn- vel vörunum sjálfum. Hann nefnir sem lítið dæmi að ódýrara og umhverfis- vænna sé að nota endurhlað- anlegar rafhlöður. Sjálfur not- ar hann enn endurhlaðanlegar rafhlöður sem hann keypti árið 1989. Reglurá leiðinni En í sorphirðumálum kann margt að breytast innan tíðar. Á vegum umhverfisráðuneyt- isins er nú verið að vinna að reglum um endurnýtingu úr- gangs. Þetta verk hefur verið falið starfshópi sem skipaður er fulltrúum atvinnulífs, sveit- arfélaga og fagaðila. Starfs- hópnum er ætlað að vinna að heildarstefnumótun á þessu sviði og meðal annars á hann að leggja fram tillögur um bætta nýtingu úrgangsefna og hvernig beita megi hagrænum Alls er afhálfu yfirvalda kurteisléga farið fram á að viðfiokk- um heimilisúrgang í eina fjórtán fiokka og leggjum á okkur sér- stakar ferðir til að skila þessu ntsli til endurvinnslu eða förgun- ar. Umræða á glapstigum Heimilissorpið er auðvitað gríðarmikið og það er fyrir löngu orðið vandamál sem við neyðumst fyrr eða síðar að takast á við. Og umræðan um heimilissorp er reyndar fyrir löngu orðin svo áberandi að okkur er öllum - eða að minnsta kosti flestum - orðið þetta ljóst. Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, tel- ur þessa umræðu þó að vissu leyti á villigötum. Um helrn- ingur af öllu því sorpi sem til fellur á Islandi kemur nefni- lega frá atvinnulífinu. Eðli málsins samkvæmt ætti þar í mörgum tilvikum að vera mun auðveldara viðfangs að flokka sorp en á heimilunum. Meðferð úrgangs í atvinnu- lífínu er raunar mismunandi. I fiskiðnaði er til dæmis farið að fullvinna gríðarlegt magn hvers kyns úrgangs sem áður var fleygt. En hér kemur til efnahagslegur hvati. I þessum úrgangi eru sem sé fólgin verðmæti. Úrganginum er unnt að breyta í peninga. Úrgangur frá verslunum í landinu fer aftur á móti að miklu leyti óflokkaður í gáma, enda hafa verslunareig- endur ekki neinn beinan hag af því að flokka hann. Þannig fer til dæmis í súginn töluvert magn endumýtanlegra um- búða. Snýst um peninga Það verður varla hjá því kom- ist að draga þá ályktun að peningarnir hafi verulegt að- dráttarafl í þessu el'ni eins og svo mörgu öðru. Svo mikið er víst að sá úrgangur sem pen- ingar eru greiddir fyrir skilar sér vel. Þótt skilagjald á flösk- um og dósum sé raunar afar lágt hér á landi, líklega ein- ungis fímmtungur af því sem hvötum í auknum mæli til aukinnar endumýtingar. Guðlaugur Sverrisson er starfsmaður þessarar nefndar og segir það ekkert vafamál að Islendingar hafi verið langt á eftir nágrannaþjóðunum í þessu efni. Hann telur á hinn bóginn að það þurfí ekki að taka okkur langan tíma að ná þeim. Breytingar í vændum Það virtist yfirleitt samdóma álit þeirra sem rætt var við fyrir vinnslu þessarar greinar, bæði þeirra sem hér hefur ver- ið getið og annarra, að breyt- ingar séu í aðsigi, jafnvel stór- stígar. Að nokkru stafar þetta af aukinni meðvitund almenn- ings og stjómmálamanna og einnig þeim skyldum sem okkur eru lagðar á herðar í al- þjóðasamþykktum og reglum sem gilda á Evrópska efna- hagssvæðinu. Hitt virðist ekki síður aug- ljóst að ef árangur á að nást þarf annars vegar að gera neytendum mun auðveldara að losa sig við flokkaðan úr- gang en nú er og hins vegar þarf beina hvatningu, til dæm- is í formi skilagjalds eða hærri greiðslu fyrir sorphirðu. Flest eigum við því að venjast að til dæmis börn á vegum íþróttafélaga gangi milli húsa og safni dósum og flöskum til að selja til ágóða fyrir félagsstarfið. Sá dagur kynni að renna upp fyrr en okkur varir að þessi börn fari líka að spyrja hvort við eigum tómar niðursuðudósir, mjólk- urfemur eða ónýtar rafblöður. Og ef farið verður að inn- heimta sorphirðugjald í sam- ræmi við ntagn gæti líka farið svo að einhverjir telji sig þurfa að setja lás á öskutunn- una - til að koma í veg fyrir að nágranninn laumist í hana með ruslapokann sinn. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 29

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.