Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 31

Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 31
meira en nóg! Það þekkjum við best af ótal tilraunum til að selja lambakjöt erlendis. Samhliða þessu er ómældum tíma og kröftum varið í það sem nefnt er nýsköpun, vöru- þróun, markaðskönnun og markaðssetning. Sífellt fleiri og dýrkeyptari milliliðir smyrja gangverk þjóðfélags- ins, umbúðir um mannlíf og rekstur verða þykkar og dýr- keyptar. Það er orðið tíma- bært að reyna að grisja þær. Taka alvarlega undarlegar andstæður sem blasa við í seinni tíð. Undarlegar andstæður Ýmsar undarlegar andstæður og vandræðagangur vitna um að komið sé að mörkum þess að meira af því sama geti borgað sig. Einhvers konar andframleiðni sé hafin. Skoð- um þá einkennilegu mynd fyrst í knöppu töfluformi: Þessi skrýtni vandræða- gangur er lítt ræddur í ís- lensku þjóðfélagi. Þess vegna er ástæða til að skýra með nokkrum orðum hvað liggur hér að baki þó nokkur skýring ætti að felast í athugasemdum serh settar eru í sviga í töfl- unni. Það sem fyrst er nefnt má ætla að flestir sem búa í þéttbýli hafi tekið eftir því að fjölgun bifreiða fylgja meiri tafír í umferðinni. Og þeir sem fljúga stund- um til útlanda vita hvað hringsól yfir flugvöllum og aðrar tafir aukast jafnt og þétt. Við vitum líka að þótt afl og möguleikar í tölvu- og fjar- skiptatækni aukist ört linnir ekki kröfum um enn rneira afl og hraða. Sífelld endumýjun tækjanna kostar bæði peninga og tíma til að læra á þau. Við heyrum frásagnir af af ein- stöku góðæri og einnig fréttir sem greina frá því að skuldir heimilanna tvöfaldist á um það bil fimm ára fresti. Hér er ekki rúm til að fjalla um síð- ustu liðina í töflunni. Þeir varða opinberan rekstur og ég leyfi mér að benda þeirn sem vilja skoða betur andstæður innan opinbera geirans að kynna sér annan kafla bókar- innar „Þjóðráð" sem ég fékk gefna út í október í fyrra. Það sem hér hefur verið vikið að ætti að staðfesta það sem sem vikið var að í upp- hafi. Of sjaldan er spurt hvenær of langt er gengið; hvað geti talist nóg; hvað borgi sig þegar á allt er litið; hvað standist til frambúðar. Þetta eru spurningar sem hvarvetna er leitað svara við þegar tekist er á um nýtingu náttúruauðlinda. Sjálfbær þró- un er nú orðið viðurkennt nrarkmið þjóða urn allan heim. Sé það tekið alvarlega er ekki gengið á endurnýjan- legar auðlindir umfram það sem þær geta gefið af sér, af- rakstur þeirra rýmar ekki er tímar líða. Samhliða því að gengið er á auðlindir sem ekki endumýja sig eru þróuð efni og aðferðir sem geta komið í þeirra stað. Urgangur og mengun fer ekki yfir mörk þess sem umhverfið og nátt- úran getur tekið við án þess að spillast og mannvirkjagerð veldur ekki röskun sem spillir vistkerfinu og náttúmnni. Spurningin um hvernig þetta Fleiri og öflugri farartæki Meiri tími í ferðir (orku- og tímasóun) Nýrri og betri bílar Hærri tryggingakostnaður (skylduúlgjöld) Hraðvirkari og öflugri tækni Auknar kröfur um hraða og afl (efnissóun) Lengra góðæri Meiri skuldasöfnun (ábyrgðarleysi) Betri heilsa Aukinn lyfjakostnaður (vansæld) Kostnaðarsamara skólakerfi Áhyggjur af ólæsi og vankunnáttu (oftrú á kerfið) getur orðið að veruleika stendur opin. Við lærum af reynslunni Það er ekki nema von að þjóð sem lifði við kröpp kjör fram á miðja öldina skuli fara geyst þegar tækifærin opnast. Það hlaut að verða bið á því að Is- lendingum gæti komið til hugar að nóg væri komið af veraldlegum gæðurn og brýnt orðið að huga alvarlega að takmörkum vaxtar og réttlátri skiptingu gæðanna. Þó eru meira en tveir áratugir síðan það varð pólitískt viðfangs- efni að ákveða hvemig ætti að fiska hæfilega mikið á ári hverju. Vandi sem allir þekkja mætavel vegna þess að að- ferðin sem ákveðið var að beita við úthlutun aflaheim- ilda varð helsta hitamál ís- lenskra stjómmála. Meira en áratugur er liðinn síðan farið var að huga að takmörkum í opinberum rekstri og gera ráðstafanir til að halda niðri kostnaði vegna lyfja og sér- fræðinga, tekjutengja bætur og breyta rekstrarháttum. Hömlulitlar verðhækkanir hér á landi í seinni tíð gera kröfu um visst endurmat margra neytenda á stöðu sinni og neysluháttum. Enginn kærir sig um að leggja til asnaeyru sem seljendur með öflugt samráð sín á milli geta togað í! Að líkindum er að vaxa skilningur á nauðsyn þess að endurskoða væntingar sínar og kröfur; huga betur að því hvað borgar sig til lengri tíma litið. Ekki bara af einhvers konar hugsjónaástæðum eða tillitssemi við aðra heldur vegna eigin hagsmuna. í framhaldinu, sem verður birt í næsta hefti Neytendablaðsins, er ætlunin er að leita vænlegra viðbragða, leiða sem borgar sig að fara bæði þegar stefnt er að því að bæta eigin hag og gera samfélaginu gagn. Þar verður varnarlína neytenda dregin. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 31

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.