Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 38

Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 38
Bréf frá lesendum Ferðaskrifstofur: Verri kjör ef greitt er með peningum Neytendablaðinu hefur borist eftirfarandi bréffrá reiðum neytanda vegna við- skiptahátta ferðaskrifstofa: „Ég var að kaupa mér ferð til sólarlands og komst þar að al- veg frámunalega pirrandi stöðu sem notendur reiðufjár lenda í. I fyrsta lagi fær mað- ur engan staðgreiðsluafslátt. í öðru lagi fær maður engar tryggingar. Þetta er náttúrlega alveg fyrir neðan allar hellur að fólk skuli beinlínis líða fyrir að staðgreiða ferðir. Ég hef svosem ekkert á móti því að svona tilboð standi til boða, en það er orðið dálítið skrýtið þegar engir valkostir eru til staðar. PS: Ég var nú að hugsa um að ganga í Neytendasamtökin. Hvert er árgjaldið?" Svar Neytendablaðsins: Neytendablaðið er efnis- lega sammála þeirri gagnrýni sem kemur fram hjá þér í bréfinu, að þeir sem stað- greiða skuli njóta betri kjara en þeir sem greiða með krítar- korti og fá um leið vaxtalaust lán. Neytendasamtökin hafa í mörg ár sett fram það sjónar- mið sitt að seljendur vöru og þjónustu umbuni þeim sem staðgreiða með afslætti. Það gera sumir seljendur en alls ekki allir. Samkvæmt lögum ráða seljendur hvað þeir gera. Málið með tryggingamar er, eins og þú sjálfsagt veist, að það em ekki ferðaskrifstof- urnar sem annast tryggingar, heldur eru þær hluti af „ávinningi“ neytenda með krítarkort. Það eru kortafyrir- tækin sem veita trygginguna en ekki ferðaskrifstofum- ar.Vandamálið gagnvart tryggingunum er að það eru ekki ferðaskrifstofumar sem annast þær heldur eru þær hluti af þeim „ávinningi“ sem neytendur fá ef þeir eru með krítarkort. Það eru kortafyrir- tækin sem veita trygginguna en ekki ferðaskrifstofurnar. Þú hefur sjálfsagt reynt að fá eitthvað fyrir þinn snúð þegar þú staðgreiddir. Það er því kannski of seint að segja: Verð er ekki náttúrulögmál og alltaf má prútta, líka á íslandi. Neytendablaðið hvetur neyt- endur sem í slíku lenda að reyna að ná í einhvern yfir- mann hjá viðkomandi ferða- skrifstofu, helst forstjórann sjálfan. Að mati blaðsins er þetta réttlætismál. PS: Árgjald í Neytenda- samtökunum er nú 2.800 krónur. Innifalin í árgjaldi eru 4-5 Neytendablöð auk ann- arrar þjónustu, svo sem kvört- unar- og upplýsingaþjónustu. Breiðbandið og Siglfirðingar Neytandi á Siglufírði sendi svohljóð- andi bréf til Neytendasamtakanna og Samkeppnisráðs: „Að marggefnu tilefni vil ég gera athuga- semd við auglýsingar Landssímans, sem hafa margsinnis birst í ljósvakamiðlum, á síðum dagblaða, víða á netinu og í sér- stökum bæklingum sem virðast berast til allra símnotenda samhliða símareikning- um. Þetta eru auglýsingar á breiðbandinu þar sem fólk er hvatt til þess að tengjast því. í raun er það þó aðeins hluti þjóðar- innar sem hefur möguleika á að njóta breiðbandsins, þrátt fyrir að auglýsing- arnar gefi annað í skyn. Ég sótti um að tengjast breiðbandinu (í síma) en var svarað að það væri ekki hægt þar sem ég ætti heima úti á landi. Ég sendi inn fyrir- spurn til Landssímans um hvenær vænta mætti þess að Siglfirðingar gætu tengst breiðbandinu. Svarið var á þessa leið: „Það er ómögulegt að segja til um hvenær þú getur átt von á tengingu. Þeg- ar ákveðið var að breiðbandsvæða landið árið 1995 var búist við að allt landið myndi verða tengt breiðbandinu innan 10-15 ára. Það hefur ekki enn verið gerð nein áætlun um það hvenær Siglufjörður tengist breiðbandinu.“ Ég fer hér með fram á að Neytendasamtökin og Sam- keppnisráð taki málið til athugunar, hvað varðar þessa viðskiptahætti, það er að bjóða í auglýsingum það sem þeir geta ekki staðið við.“ Svar Neytendablaðsins: Sá sem þetta skrifar býr á höfuðborg- arsvæðinu en getur samt sem áður ekki nýtt sér breiðbandið, því enn vantar lagn- ir í götuna. Það eru því fleiri neytendur en þeir sem búa á landsbyggðinni sem ekki geta nýtt sér breiðbandsþjónustuna. Neytendablaðið er sammála bréfritara að Landsíminn eigi ekki að auglýsa þjón- ustu á þann máta sem gert er þegar að- eins hluta neytenda stendur þjónustan til boða. Landssíminn á þess vegna að sjá sóma sinn í því að skýrt komi fram í aug- lýsingunum hverjir geta nýtt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. 38 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.