Tónlistin - 01.12.1944, Side 7

Tónlistin - 01.12.1944, Side 7
TÓNLISTIN 37 eí'tir einn og sama liöfund. Menn gætn búizt við þvi, að forvígismað- ur í þessum efnum, Pétur Guðjóns- son, tiefði nokkuð lagt fram, en hvernig sem á því stendur, þá er það aðeins eitt sálmalag, sem þor- að er með vissu að eigna honum. Eigi mun þó þetta lag vitna um van- mætti höfundar síns, því að eins og lagiíi „Óvinnanleg borg' er vor guð“ stendur sem óbrotgjarn minnisvarði um sönglega gáfu Lúthers, eins mun lagið „Lofið guð, lofið hann hver sem kann“ lialda lengi uppi minn- ingu um hæfileika Péturs Guðjóns- sonar. En enn er ótalinn ofurlítill hóp- ur sálmalaga vorra, sem nú skal vikið að. Nokkur Jög í bókum Pét- urs Guðjónssonar vöktu eftirtekt eldri manna með því, hve lík þau voru gömlu lögunum, innileg og hugþekk. Get ég nefnt „Allt eins og blómstrið eina“, „Avi, aví“, „Kristí, vér allir þökkum þér“, „Herra, þér skal lieiður og lotning greiða“, „Um dauðann gef“. Mönn- um var óljóst um framkomu þeirra, og á skýringum Péturs aftan við lögin var lítið að græða. Þau höfðu reyndar sum komið út bókstafanót- uð í Leiðarvísi Ara Sæmundsens, en ])að kver getur ekki, hvaðan lög þess eru tekin. Jónas Helgason setli í höfundasæti þeirra: „Weyse, eftir eldra lagi“. Var því mótmælt, eink- um af prófessor Bjarna Þorsteins- syni. Síðan hafa þau helzt verið köll- uð „íslenzk lög“. •— Þegar ég var i skóla, var mér sagt frá þvi, sem nú er orðið ljóst, að þegar organið kom i dómkirkjuna i Reykjavík, hefði Weyse verið falið að útbúa kóralbók fyrir íslenzkan sálmasöng, og að Weyse liefði þá kallað til sín islenzka stúdenta og látið þá syngja sér sálmalög, eins og' þau liðkuðust þá á íslandi. Ég spurði sögufræðing Pál Melsted, sem á skólaárum sín- um var mesti sönggarpur, um þetta. Kvað hann það satt vera, eins og líka liefir kom.ið fram í endurminn- ingum hans. Ekki man ég, að Páll Melsted nefndi nokkuð Pétur Guð- jónson til þessa. Þó lield ég, að stú- dentarnir hafi verið fleiri en Páll Melsted einn, því að ég man hann tók svo til orða: „Við sungum og sungum.“ Gelið er um þessa kóral- bók í æfisögu Weyses eftir Berg- green. Sagt var mér, að hún hcfði lengi verið í dómkirkjunni, þó — eftir þeirri lýsingu, sem mér var gef- in af henni — mun það hafa verið það eftirrit, sem nú er komið fram og prófessor Sigfús Einarsson segir l'rá i ágætri ritgerð sinni um Weyse í Heimi IV. 3. Lögin eru 60 eins og segir í Heimi, og virðist eftirritið bafa verið skrifað smám saman, máske eftir þörfnm til brúkunar, því að eyður eru í því, einkum er á liður, þar sem aðeins er númers- talan. Auðsjáanlega tiefir handrit þetla verið mjög gagnrýnt. — Nú sésl, við samanburð, að héðan ern hin nefndu hugþekku lög. Búning- ur minnir líka á Weyse. Ekki hafa bækur Péturs Guðjónssonar nærri öll lögin i handritinu, aðeins 10 al- veg óbrevtt, nokkur breytt lítilshátt- ar, og mér virðist til bóta, önnur meira, sum þeirra svo, að vafi má vera á, bvort stuðzt er við hand-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.