Tónlistin - 01.12.1944, Side 26

Tónlistin - 01.12.1944, Side 26
56 TÓNLISTIN kröfum veruleg skil. Hér skilur tónskáld og tónhagan. Björgvin hefir reynzt valda hinum stóru raddsöngsformum, og ,,FriÖ- ur á jörðu“ er ný sönnun þess. Höfund- urinn er stórbrotinn og langsýnn í form- sterkri sköpun sinni; hann beinir athygli sinni fyrst og fremst að hinni stóru línu framvindunnar en er síður sárt um ein- stök smáatriði tónbálksins. Af þessu spretta að sjálfsögðu misfellur í leiðslu einstakra radda á nokkrum stöðum, en þær verða síður tilfinnanlegar i stóru formi en smáu. Björgvin hefir fyrstur íslend- inga tekið hið klassíska óratóríuform í þjónustu sína og fyllt það kraftmikilli frumsköpun, sem nýtur sín ágætlega í hinu þéttriðna raddneti kórkaflans „Hann liyrgir augun og byltir sér,“ sem sýnir vel hinar tiðu textaendurtekningar drama- tísks kórforms. Söngraddirnar fá víða hin þakksamlegustu tækifæri til að spenna langa lagboga með þroskandi lega- tosöng eins og t. d. i þættinum „Það er elskunnar ómdýpt og hljómmýkt." Sjálf- stæður víxlsöngur er og allvíða eins og i „Drottins kærleikans orð," og fer hið bezta. Verkið er allt samið i hreinum og ómenguðum kórstíl háttbundinnar verkvísi og veitir uppfærendum öllum á- reiðanlega fyrirtaks þjálfun og mikla á- nægju. Frágangur allur frá forlagsins hendi er tónlistarbókmenntum íslenzkum til mikils vegsauka og höfundinum sjálf- um til hins mesta sóma. Með þessu verki hefir Björgvin Guðmundsson enn á ný staðfest það, að hann er mestur radd- söngshöfundur íslands. Um sex ný karlakórslög. Skagfirzkur hóndi hefir nýlega sent frá sér hefti með sex lögum frá lýðveld- ishátíðinni 1944. Þessi mikii merkisbóndi hcfir þar að auki reist hagleik íslenzkra harida prýðisgóðan minnisvarða með nótnaskrift sinni, sem tekin er ljósprentuð i alla útgáfuna, ellefu blaðsíður. Þessi framtakssami Skagfirðingur er Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum. Lögin eru skrifuð í hefðbundnum „rómönsu“-stíl norrænna karlakóra með fullum hljóm- um og margíléttuðum raddgangi þrí- hljómsins, svo sem tíðkazt hefir síðastlið- inn mannsaldur. íslenzkur alþýðusöng- ur stendur í óbættri þakkarskuld við söng- herja á l>orð við Jón Björnsson, en þeir hafa verið og eru enn allmargir víðsvegar um land allt. Þeirra hvatning hefir hald- ið samvistarfólkinu i tryggum tengsl- um við heimilisiðkun og félagsiðkun söngsins. Þessi áhugi forgöngumannanna hefir svo oft fengið framrás í tilraunum til tónsmíði. Hafa þær jafnan verið í sam- ræmi við þann söngstíl, sem algengur var orðinn og borið svipmót hans, en síður tekið á sig mynd þess, sem bjó í hinu upprunalega tónlistareðli. Þessi fengur úr eigin barmi hefir jafnan örfað til dáða og vakið áhuga fyrir nýsmíð góðs félaga og samlanda. Þannig hefir slik nýsköpun opnað augu almennings fyrir sjálfstæðri skapandi viðleitni alþýðunnar og glætt ást hennar á eigin afrekutn. Mörgum þeim lögum, sem þannig hafa orðið til, varð auðið langra lifdaga, ])ó að fleiri hafi ekki náð að lifa skapara sinn. En nienj- arnar standa sem sönnun ])ess, hvert hug- urinn leitaði og hvað hann þráði, ])ótt skilyrðin hafi öft hnekkt vegferð hinnar innstu löngunar að fyrirheitnu marki. Hér á tónlistarstefná framtíðarinnar að grípa inn i rás ]>róunarinnar, bæta það sem vangjört hefir verið og fyrirbyggja frekari vangjörðir svo sem unnt verður. svo að alþýðutónlistin nái að dafna í full- um blóma meðtekinna hæfileika. Fólkið verður sjálft að kunna skil á sínum. eigin tónum og vera þess umkomið að láta í Ijós óskir sínar á því sviði, að öðrum kosti vcrður þjóðleg og jafnframt alþýðleg' íslenzk tónlist aldrei verulciki, heldur að- eins hugsjónalegt heilafóstur fárra fræði- manna og erfiðlega fætt afkvæmi mis- skilinna tónskálda. Til þess að þetta megi skýrast verður að vera samræmi milli skajíandi starfsemi og útgáfumöguleika á nýjum nótnakosti, sem varða'ð gæti tor- sótta leið í stuttum áfögum, svo að hæg- fara þróun yrði merkjanleg i rétta átt: Þessu er nú enn ekki að heilsa, en tæp- lega getur |)að átt mjög langt í land, svo

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.