Tónlistin - 01.12.1944, Page 36
66
TÓNLISÍIN
Endursagt úr tónheimum
Framh. af bls. 63.
hver veigamesta starfsemi Nikischs var
að ryðja verkum Antons Bruckner braut.
Þeim var áður tiltölulega lítill gaumur
gefinn, en fyrir nokkru mátti heyra all-
ar symfóníur hans, 9 að tölu, á einum vetri
í Gewandhaus. Eilifðarþráin og trúar-
andinn, sem í þciin býr, einkenndi síðustu
starfsár Nikischs.
í mannmum Arthur Nikisch birtist
ljúfmennska 'og hógværð samfara kon-
unglegu valdi. Líf hans var samfelld sig-
urför. Járnvilji og óvenjulegt líkamsþol
studdu hann. Það kom mönnum því mjög
á óvart, þegar hann lagðist veikur af in-
flúensu þeirri, sem geisar um heiminn. í
full 25 ár hafði það aldrei komið fyrir,
að hann veikinda vegna gæti ekki stjórn-
að Gewandhaushljómleikum. Veikin lagð-
ist á hjartað. Það fréttist, að hætta væri
á lífi hansl Með hugró og hlíðuviðmóti lá
meistarinn á heimili sínu, kallaði til sín
fjölskyldu sina, kvaðst vita, að hanu
mundi ekki aítur risa úr rekkju, og ráð-
stafaði útför sinni: Við bálför hans
skyldu ekki aðrir vera viðstaddir en nán-
ustu ættingjar hans og vinir, ásamt Ge-
wandhausorkestrinu; enginn söngur
skyldi við liafður, enginh samleikur gerð-
ur nema „Hymnus" (lofsöngur) fyrir 12
celló eftir Julius Klengel. Meistarinn bað
þess, að engar ræður skyldu haldnar, en
son sinn dr. jur. Nikisch bað hann mæla
„nokkur vingjarnleg orð“. Fjölskyldan
vænti l)atans, en það varð, sem sjúkling-
urinn sagði. Allan legutimann (hálfan
mánuð) heyrðist ekki kvörtunarorð af
hans vörum. Hann horfðist í augu við
dauðann með söntu sigurvissunni og hann
hafði starfað: Enn eitt dæmi þess, að ein-
göngu miklir mcnn geta verið miklir lista-
menn. Mánudagskvöldið 23. janúar sofn-
aði meistarinn og vaknaði aldrei aftur.
Klukkan hálf-niu var hann dáinn. —
Næsta morgun á að vera orkestursæf-
ing i Gewandhaus. Stjórnari úr annarri
l)org á að undirhúa næstu hljómleika.
Hann verður að tilkynna leikurunum lát
foringjaus. Þá tárast karlmenn, taka
hljóðfæri sin o£ búast til heimferðar. A
Gewandhaushöllinni fyrir neðan áletrun-
ina „Res severa verum gaudium“ hangir
fáni í hálfa stöng. Hvergi er um annað
talað. Næsta dag eru blöðin full af grein-
um um listamanninn. Sorgar- og minn-
ingarhátiðir eru haldnar i ýmsum borg-
um. Frá útlöndum berast samúðarfregn-
ir. Einnig þar er meistarans minnzt á
marga vegu.
Næstu Gewandhaushljómleikum er
breytt í sorgarhátíð. Á svörtum stalli fyr-
ir neðan orkesturspallinn stendur mar-
marabrjóstinynd af Nikisch eftir Leder-
er. skreytt lárviðarlaufum. 1600 manns
minnast hins látna með því að standa
upp. Kyrrð. Coriolan-forleikur Beethov-
ens gcfur örvæntingunni lausan tauminn.
Ejórir hihlíusöngvar eftir Brahms eru
sungnir (Salom. kap. 3—4, Jesús Sir.
kap. 41 og fyrra Korintubréf Páls kap.
13). Tónlistin leysir alla sálarfjötra. Karl-
ar og konur sjást gráta. Hryggðin nær
svo almennt tökum á mönnum, að þeir
forðast að lita hver framan í annan. Or-
kestursleikararnir sjást roðna og fölna á
víxl. Þeir leika nú standandi sorgar-
göngulagið úr Eroicasymfóníu Beethov-
ens. Sorgin virðist hafa lamað ])á svo,
að þeim verður ekki greitt um tónana.
Hátíðinni lýkur, og salurinn tæmist hljóð-
lega.
Útförin fer fram, eins og hinn látni
hafði óskað. Þeim þúsundum eða tugum
þúsunda, sem vilja vera viðstaddir, er
hafnaður aðgangur. Blóm og sveigar
hylja algerlega veggi hússins. Dr. jur.
Nikisch talar. Hann minnist þess, að ríki
föður síns, „ríki andlegustu listarinnar,
cr ckki af þcssiuu hcimi. Lát hans cr því
i raun og vcru hcimför hans. Tónlistin
var honuni allt, hcimspeki hans og trúar-
hrögð. Tónlistin leysti öll þau höft, sciu
voru iuilli lians og inaiinanna.“ Þannig
mælir sonurinn m.eð ákveðinni og mjúkrr
röddu.
Sifellt hirtast endurminningar um
meistarann i blöðum og tímaritum. Úr
öllum áttum utan lands og innan berast