Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 40

Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 40
70 TÓNLISTIN þau, sem menn langar til aÖ heyra oít og aftur. MorgunblaðiÖ 25.5. '44. Hclgi Pjeturss. ÚTVARPIÐ OG DAGSKRÁ ÞESS. Núverandi fonnaður útvarpsráðs hef- ir hvatt til þess, að notendur létu til sín heyra viðvíkjandi dagskrá útvarpsins, og finnst mér sjálfsagt að láta þá hvatn- ingu ekki eins og vind um eyrun þjóta. En það, sem ég hefi að segja um dag- skrána, kýs ég heldur að birta í láaði en senda ráðinu bréf; það get-úr skoðað þennan greinarstúf sem bréf til sín, að því er aðalefni snertir. Sjálfsagt er að viðurkenna ])að. að út- varpsráð hefir tekið stakkaskiptum til l)óta að sumu leyti á síðustu tímum. Dag- skrá þess er nú fullkomnari og fjölbreytt- ari en oft áður. Sumir nýir útvarpsliðir munu verða vinsælir eins og t. d. lestur Islendingasagna (reyndar er liann ekki með öllu nýr), samfelld dagskrá — þeg- ar smekkleysur eru ekki settar inn í hana -— o. fl. En þó skortir enn rnjög á fjöl- breytnina, og að sumu leyti tilfinnanlega; á ég þar aðallega við kórsönginn. Þegar formaður útvarpsráðs var að tilkynna vetrardagskrána, sagði hann, að kórsöng- ur yrði „eftir ástæðum". Þetta cr með öllu óviðunandi. Útvarpið hefir sína hljómsveit, sem náttúrlega er sjálfsagt, og hellir hún tónaflóði sínu yfir hlust- endur æðioft, og mun sumum þykja full- mikið. En það hefir engan kór. Þjóð- kórinn — með allri virðingu fyrir hon- um — getur alls ekki borið það nafn, ])ar sem aðeins er um cinradda<)an söng að ræða. Það kemur þó fyrir, að kórsöng- ur heyrist, helzt karlmannasöngur af plötum við og við (og þeim stundum skemmdum). Meðan útvarpið var á bernskuskeiði hafði það fastan blandað- an kór, útvarpskórinn undir stjórn Páls Isólfssonar, sem flestum hlustendum mun hafa verið kærkomið að hlusta á. Ég man eftir því, að fólk, sem ekki haíði þá útvarpstæki, fór í hús þar sem tæki voru til þess að missa ekki af söng út- varpskórsins. En svo var þessi kór lagður niður, og heýrðist sagt, að borið væri við féleysi. Nú er því varla til að dreifa. Útvarpið á og þarf að liafa fastan blaná- aðan kór, ca. 25 manna, nieð völduni röddinn, cr sé stjórnað af hœfnm og dug- lcgum nianni, cr hefir það scm aðalstarf. Öll aðalútvörp a. m. k. í öðrum löndum hafa sérstaka launaða kóra, geta ekki án þeirra verið, og því skyldum við geta ])að frekar? Útvarpskór á að verða sam- eiginleg ósk og krafa útvarpsnotenda. Vitanlega mundi ])etta kosta nokkurt fé, því ekki er við ])ví að búast, að í kór- inn fengist hæft fólk nema fyrir borg- un, og hana allgóða. Mér telst svo til, að 25 manna kór, sem starfaði í 8 mán- uði ársins, mundi kosta 60—65 þús. kr. á ári, og 'ætla ég þá söngfólkinu 200 kr. laun á mánuði yfir starfstímann. Söng- stjóra ætla ég sömu laun og yfirmenn stofnunarinnar hafa, en geri ráð fyrir, að hann annist raddsetningu, útskrift á nót- um o. s. frv. Þetta er að vísu nokkur upp- hæð, en menningarstofnun, eins og út- varpið á að vera, má ekki láta hana vaxa sér i augum til ])ess að bæta og full- komna dagskrána. — Útvarpsnotendur munu nú vera um 25 þúsundir, svo nærri lætur að útgjöld við kórinn yrðu ca. kr. 2,50 á hvern notanda. Mér þykir ólík- legt að óreyndu, að notendur vildu ekki bæta þessu gjaldi á sig, ef þeir ættu von á því að fá fagran og fullkominn kór- söng eitt til tvö kvöld í viku, ef stofn- unin sjálf treysti sér ekki til að bera þennan kosotnað, sem ég geri tæplega ráð fyrir. Eg hygg, að Islendingar séu hrifnastir af blönduðum kórsöng. Eyrir náléga 20 árum söng blandaður kór kvöld eftir kvöld í Dómkirkjunni undir stjórn Páls ísólfssonar, og ætíð við hús- fylli. og fyrir nokkrum árum kom Björg- vin GuÖmundsson hingað með Kantötu- kór sinn og söng í Gamla Bíó við feiki- lega aðsókn i mörg skipti. Hlutverk útvarpskórsins ætti að vera það m. a. að kynna þjóðinni íslenzka tón- list. Eins og nú er þýðir íslenzkum tón- skáldum litið að semja lög eða stæri tón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.