Tónlistin - 01.12.1944, Qupperneq 48

Tónlistin - 01.12.1944, Qupperneq 48
78 TÓNLISTIN Islenzlzt tónlistarlíf Frá Stokkseyri. A Stokkseyri hefir í haust veriÖ æfÖur 20 manna karlakór. Var Theódór Árna- son fiðluleikari ráðinn til að hleypa hon- uin af stokkunum, og veitti hann söng- flokknum tilsögn í mánaðartíma fram í miðjan nóvember, er hann hvarf á braut. Þótti kórmönnum ótækt að láta söngva- dísina hljóðna, þótt Theódórs nyti ekki lengur við, og gekk því einn úr hópi söngmanna fram fyrir skjöklu, Pálmar Þ. Eyjólfsson, og hefir hann verið for- ystumaður kórsins síðan. Undir hans stjórn hélt karlakórinn samsöng 13. jan- úar 1945 með eftirtöldum verkefnum: Friðrik Bjarnason: Minni Stokkseyrar (lagið „Hafnarfjörður“). Steingrímur K. Hall: Já, vér elskum Isafoklu. Oscar Borg: Kvöldathuganir. ísólfur Pálsson: Ég gekk í björg. Sami: Ég elska yður. Sami: Sjómannaljóð. Pétur Sigurðson : Erla ( Sigurður Ágústs- son raddsetti). L. Spohr: Sveinar kátir. Sigurður Ágústsson: Fjalladrottning. Sigfús Einarsson: Þú álfu vorrar. Sænskt lag: Engan grunar. Ólafur Þorgrímsson: Hetj.ur hafsins. Aðsókn að söngnum var ágæt og gerð- ur að honum góður rómur, enda varð að endurtaka flest lögin. í lok samsöngs- ins reis Árelíus Níelsson úr sæti, árnaði kórnum allra heilla og bað tilheyrendur hrópa ferfalt húrra fyrir hinu nývaxna söngfélagi, en kórstjóri þakkaði. Að söng- skemmtun lokinni var síðan stiginn dans fram eftir kvöldi. 1 ráði er, að þeir Stokkseyringar stofni formlega með sér ,,félag“ til þess að halda uppi kórsöng. — „Tónlistin" óskar hinu sjálfsagða fyr- irtæki velfarnaðar og væntir Jæss, að ljóð og lag megi dafna og þrífast sem bezt í hinum gamla, blómlega söngreit Suður- lands. Frá Keflavík. Þeir sex-menningarnir Vilhelm Ellef- sen, Bergsteinn Sigurðsson, Ólafur Egg- ertsson, Gunnar Jóhannsson, Bjarni Gísla- son og Böðvar Pálsson hafa sungið nokkur vinsæl lög á skemmtunum i Keflavík að undanförnu undir stjórn Val- týs Guðjónssonar. Áhéyrendur klappa þeim óspart lof í lófa, og er þess að vænta, að þeir íélagar haldi áfram að láta til sín heyra og þar með glæða söng- lífið i Keflavík. Sérstaka 'ánægju vakti hið fínlega og’ ljúfa lag eftir Kaldalóns, ,,f dalnum“, ásamt þýzku þjóðlagi við bráðskemmtilegan og lipran frásögutexta, sem hlýtur að verka strax á alla áheyr- endur með gagnsærri og eðlilegri radd- setningir i samstígum þriundum. Það hefir vakið athygli manna, hversu algengt það er orðið, að mæta kvenfólki á götum Keflavíkur, berandi strengja- hljóðfæri, sérstaklega þó gítara. Ritið hefir nú komizt að þeirri gleðilegu stað- reynd, að mikill áhugi sé vaknaður á þess- um slóðum á gítar-músík, og er vonandi, að sá áhugi verði stöðugur, enda hefir námskeið í gitarleik staðið í Keflavík um nokkurn tíma. með kappsömum þátttak- endum, hátt á annan tug að tölu. Að undanförnu hefir sannarlega ekki verið um mikinn hljómlistaráhuga að ræða í byggðarlaginu, og má til sanns vegar færa, að dragspilið hafi ráðið lögum og lofum á'hljómlistarsviðinu. Enginn skyldi þó ætla, að hér sé verið að draga úr gildi dragspilsins. Það er lýðum ljóst, að fátt myndi víða um dansleiki, ef fyrr- nefnt hljóðfæri yrði lagt á hilluna. Hins- vegar er gítar-músík einkar vel til þess fallin að stunda hana í heimahúsum. — Vigdis Jakobsdóttir lék einnig nokkur lög á píanó í samkomuhúsi Keflvíkinga, en hljóðfærið reyndist svo mistóna og úr lagi gengið, að leikur hennar naut sín hvergi. Samt sem áður kom hún upp um mjúkt ,,anslag“ og haldgóða kennslu i ,,Das Vöglein" eftir Grieg. Hljóðfæri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.