Tónlistin - 01.06.1946, Page 12
10
TÓNLISTIN
tónlist þessara þjóða verði alþjóð-
leg. Lögin taka á sig svip hverrar
þjóðar og sérkenni, þrátt fyrir ó-
líkan uppruna. I stuttu máli: Al-
þýðutónlist Austur-Evrópuþjóða er
frámunalega rík og fjölbreytileg að
lögum og lagformum, vegna óslit-
inna gagnkvæmra áhrifa þjóðanna
hverrar á aðra. „Kynblöndunin“ er
því vissulega til bóta.
En nú skulum við athuga hina
lilið málsins. Ef við gistum ein-
hverja af vinjum Norður-Afriku, t.
d. Biskra eða eitthvert nágranna-
þorp hennar, munum við fá að
heyra þjóðlög, sem eru fremur þul-
haldaleg og fáhrotin að gerð, en þó
mjög skenmitileg. Og ef við ferð-
umst, segjum finmitán liundruð
enskar mílur austur á bóginn, og
hlustum á þjóðlögin, sem sungin eru
í Kairó eða umhverfi liennar, þá
munum við kynnast nákvæmlega
samskonar söngvum. Ég er ekki vel
að mér um sögu eða þjóðflutninga
arabiskumælandi ibúa Norður-Af-
ríku, en mér þykir líklegt, að fá-
breytni laga á jafnstóru landsvæði
bendi til þess, að þar hafi menn
tiltölulega lítið hreift sig úr stað og
bústaðaskipti ekki verið tið. Svo er
enn eitt atriði. Arabísku þjóðirnar
í Norður-Afriku eru margfalt fjöl-
mennari en smáþjóðir Austur-Ev-
rópu. Land þeirra er stórum við-
áltumeira og ekki byggt þióðum
af öðrum kynstofni eða mælandi á
aðra tungu, að fáeinum dreifðum
bj'ggðarlögum Hamíta undantekn-
um (Kabvlar, Túaregar).
Ef þjóðlög eiga enn að geta þrif-
izt um lengri eða skemmri tima
(sem er vafasamt, þegar þess er
minnzt, að hærri siðmenning ryður
sér æ meira til rúms í afskekktustu
byggðum veraldarinnar), er auðsætt,
að óeðlileg einangrun þjóða með
kínverskum múrum er sízt til þess
fallin að stuðla að þvi, að svo megi
verða. Að loka úti erlend áhrif leið-
ir til kyrrstöðu; að veita þeim við-
töku en laga þau eftir aðstæðum
er auðgandi.
Margt er skylt með lifandi þjóð-
lungum og þróun æðri lista. Ensk-
an er blandað mál, ef liún er borin
saman við aðrar germanskar tung-
ur. Aðeins um sextiu af hverjum
hundrað orðum eru af engilsax-
neskum uppruna. Engu að síður er
hún með afbrigðum þjál og sér-
kennileg. Og að því er þróunarferil
æðri tónlistar i Evrópu snertir,
])á er það öllum tónlistarmönnum
kunnugt, hve heillarikar og viðtæk-
ar afleiðingar það hafði, þecar still
fimmtándu aldarinnar fluttist frá
Niðurlöndum til Italíu, og síðar, er
Ítalía tók að miðla þjóðum norð-
lægari landa af auði sínum á marg-
vislegan hátt.
Arni Kristjámson þýddi.
Höfundurinn hefir engu frekar við að
bæta, en hjartans ósk hans er sú. að þessi
hók megi aðeins rata i hendur þeirra,
sem gæddir eru söng t sál sinni; því að
honum er ekki óljúft að mega telja sjálf-
um sér trú um, að með slíkum mönnum
verði fyrirhöfn hans hvorki álitin ánægju-
snauð né ábatarýr.
Purccll (í formála að einu
verka: sinna).