Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 5
TÓNLISTIN
3
þess ekki getið, að móðir hans
jjyríti framar að telj a um fyrir lion-
um.
Þessi þjóðsaga er i rauninni ósk-
mynd af islenzkum tónlistarmanni.
Og jafnframt hirtir hún áður út-
breidda og enn viðloðandi skoðun,
að tónlist sé „fögur list en mögur.“
Merkilegust eru samt hin athyglis-
verðu tvítengsl, sem sagan leiðir
mönnum fyrir hugskotssjónir. Gáf-
ur Björns liafa þróazt í einrúmi, þar
til útþráin knýr liann til þess að
leita út undan lágri skarsúð bað-
stofunnar. Kraftur dvalarstöðvanna
reynist samt ekki nægilega uppi-
stöðurikur til að móta tilverukjark
lians og lífsgetu, ferill hans er að
verpast sandi umkomuleysis og ör-
vænis meðan móðir hans berst þol-
lausri baráttu við vofu fátæktar-
innar. Arftekin og óhagnýt list-
lineigð snillimennskunnar er annar
þáttur þessara sálarlegu tvítengsla.
Hinn þátturinn er aftur á móti of-
inn úr ítursterku trafi hins raun-
veruþrungna dægurlífs. Raun-
hyggja móðurinnar finnur, að
drengurinn þarfnast traustrar kjöl-
festu, og prestinum tekst um síðir
að vekja hann til öruggrar stefnu og
lierða hug lians í hinum óárennileg-
ustu og geigvænlegustu þolraunum.
Þessi þáttur leiðir svo til hinnar
mestu farsældar. Tvítengslin hafa
lieppnazt. Tvennir eðliskraftar liafa
náð að leysast úr djúpfylgsnum sál-
arinnar og sameinast i heilsteyptri
vitund andlega fullveðja manns.
Samlíkingin með Bach og Brahms
annarsvegar og Fiðlu-Birni ])jóð-
sögunnar hinsvegar sýnist furðu
nærtæk, þegar meta skal verk hins
hljómandi tóns frá hendi þess
manns, er opnað hefir hlustir allra
þeirra íslendinga, sem ekki liafa
dauflieyrzt við hinu þelhreina og
hlíðmálga kalli fósturfoldarinnar,
rödd Sigvalda Kaldalóns. Hinn
raunliæfi meistari í lífsins list, Bach,
og liinn tilfinningaríki djúphyggju-
maður, Brahms, sameinast að vissu
leyti i lýsingunni á Fiðlu-Birni.
Frumorka listneistans er heizluð af
kröfunni um skynsamlegt samræmi
milli listar og lífs. Einhliða ofmat
á öðrum þætti tvítengslanna aðeins
getur hæglega valdið misræmi til
ófarnaðar. Þó má ekki ganga fram
hjá þeirri staðreynd, að enda þótt
Bacli væri máske fyrst og fremst
sanntrúaður lögmálsdýrkandi og
Brahms einkum og sér í lagi heit-
lynd tilfinningahetja, þá höfðu þeir
háðir lært að rata mundangshófið
milli höfuðs og hjarta. Báðir höfðu
sett tilfinningu sína undir mæliker
skynseminnar og öðlazt þar fulltingi
lögmálsins á misjafnlega háu stigi.
Hjá Bach verður það ríkjandi en
hjá Brahms víkjandi. Þjóðsagan
lætur Fiðlu-Björn líka rata hinn
gullna meðalveg affarasældarinn-
ar. Hann glatar ekki sjálfsvirðingu
sinni í draumsæknu hugarvingli um
fánýtt hrosshár og skorpnaðar katt-
argarnir, heldur varðveitir náðar-
gjöf sína óskerta með stæltu starfi
liins vinnandi manns og skapar þar-
með hin óumflýjanlegu tvítengsl —
jafnvægi milli anda og athafnar.
En nú vill svo til, að við þurfum
hvorki að lita suður til landa inn í
lígulegar skrauthallir, þar sem er-