Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 26

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 26
24 TÓNLISTIN Enda þótt grein þessi sverji sig full- mikið í ætt viÖ alfræðibókarstíl, þótti ekki rétt að ganga fram hjá henni. Hins- vegar er hún rituð með þeim hætti, þótt höfundurinn sé tónlistargagnrýnandi við eitt af dagblöðum Reykjavíkur, að full ástæða er til að draga nokkur atriði hennar til fljótlegrar athugunar. — Rýn- andinn tekur réttilega fram frumkvæði tónskáldanna Sigfúsar Einarssonar og Jóns Laxdals að stofnun Hljómsveitar Reykjavíkur, sem síðar fæddi af sér Tónlistarskólann og „Tónlistarfélagið", og sannar þar með þá þróunarsögulegu reglu, að tónlistarmennirnir sjálfir brjóta ísinn og marka stefnuna, enda þótt stofn- un. „Tónlistarfélagsins" yrði bani hljóm- sveitarinnar i þeirri félagslegu mynd, er tónskáldin höfðu rekið hana. Greinarhöf- undur telur hljómsveitinni nú hafa far- ið svo mikið fram, að menn hefðu ekkí þorað að vænta slíkra umbóta. Ekki hefir nú kjarkurinn verið á háu stigi, því að enn í dag verður að notast við meira og minna umskrifaðar raddsetn- ingar fyrir þá ófullkomnu hljóðfæra- skipun sem fyrir hendi er. Annars er nú svo komið, að hljómsveitin er hætt að láta til sín heyra, svo að fullkomnun hennar cr sennilega aðeins fögur ósk- mynd gagnrýnandans, og nú er löngu lið- inn sá tími Sigfúsar Einarssonar, að safnað sé saman öllum þeim sem fleygir eru á hljóðfæri til samleiks; nú verður hver að hýrastí sínu horni og blása eða strjúka fyrir sjálfan sig. En það getur líka verið einmanalegt að spila alltaf sóló! Aftur á móti virðist það alls ekki frá- leitt, að höfuðborg landsins ætti fullskip- aða hljómsveit, þegar þess er gætt að t. d. norskur smábær með þrjú þúsund í- búum hefir eigin hljómsveitarfélag, sem annast flutning ýmissa tónverka, svo sem nýrra verka eftir ung tónskáld þarlend, sem reyna að kryfja til mergjar norskt tónlistareðli — og þýzk verksmiðja með átta hundruð manns í þjónustu sinni hefir á að skipa strokhljómsveit með eigin Verkáfólki aðeíns, og spilar hún þannig í hæfilegri útsetningu symfóníur eftir Mozart! — Höfundurinn segist alltaf dást að áhugamönnum, og er það eðli- legt, því að sjálfur er hann manna áhuga- samastur um viss tónlistarmál eins og hinir „postullþgu" tólfmenjningay tón- listarhringsins, sem kenna sig við hina göfugu músík. Vissulega hefir Tónlistar- skólinn unnið þarft verk með kennslu sinni; en enn hefir honum ekki tekizt að lyfta því sjálfsagða taki að sjá skólum og kirkjum fyrir söngkennurum og org- anistum svo neinu nemi; uppeldislega hef- ir hann þessvegna ekki verið sniðinn eft- ir þörfum þjóðarinnar. — Ekki er vel ljóst hvað upptalning höfundar á nem- endum skólans á að þýða, nema þá kannske helzt til þess að reyna að setja á þá vörumerki til aðgreiningar frá öðr- um lærisveinum, sem hann ekki virðist hafa haft á takteinum af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum. Hversvegna þenn- an dilkadrátt? Hversvegna ekki að láta öll kurl koma til grafar? Því mátti ekki telja Guðríði Guðmundsdóttur, Katrínu Dalhoff og Helgu Laxness meðal pían- istanna, þótt ekki væru þær í kennaralið- inu ? Hversvegna var ekki hægt að nefna Þóri Jónsson og Óskar Cortez í sömu andrá og aðra félaga í fiðlarahóp? — Tónlistargagnrýnandinn telur „það leið- inlegt fyrir tónskáld að þurfa að fara í smiðju til annarra með raddsetningu á lögum sínum." Hver er hugmynd höf- undarins um tónskáld? Naumlega getur sá kallazt tónskáld, sem ekki er svo mikið sem fær um að radda lítið lag sitt upp á eigin spýtur. Væri víst alveg áreiðanlega ótækt að kalla þann skáld, sem ekki gæti rímað efni í ferskeytlu; hann næði ekki einu sinni hagyrðingstitlinum. Eftir um- sögn höfundar mætti ætla, að nóg væri að raula eða blístra nokkra haganlega tilviljunartóna til þess að verða dubbaður til riddara í flokki kompónista! Sem bet- ur fer gera höfundar tónlistarinnar ögn hærri kröfur til sín en svo, annars væri tónlistin ekki „æðst allra lista" eins og höfundur heldur réttilega fram. — Enda þótt útlenzkir tónlistarmenn hafi lagt hönd á plóginn sem atvinnumenn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.