Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 40

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 40
38 TÓNLISTIN en auka sífellt við krafta sína; ekki mun ÞjóðleikhsúiÖ geta starfað nema með virkri aðstoð góðrar hljómsveitar, svo að ekki virðist ótímabært að hafizt verði handa um fastan samleik bæjarhljóm- sveitar í Reykjavík. Varð þetta tilfinn- anlegt á fyrrgreindum hljómleikum, með fáliðaðri og vanskipaðri hljómsveit, sem alls ekki var fær um að birta þann arn- súg stórfelldra umbrota, sem þleðst upp við góða uppfærslu á snilliverkum Sibeli- usar. Hlutverk Victors Urbantschitsch sem stjórnanda var því vandasamt og vanþakklátt með svo takmörkuðum kröft- um. Wilhelm Lanzky-Otto er ágætur tón- listarmaður, fjölhæfur og duglegur svo að fátitt er. Píanisti er hann í bezta lagi, svo að Hándel-tilbrigði Brahms virðast ekki valda honum merkjanlegum örðug- leikum, heldur gefa þau honum tækifæri til að sýna klaveristískar aflraunir á háu stigi. Hornleikari er píanóleikarinn einn- ig með prýði, og hér er hann í fremstu röð. „Ansats" hans er mjúkur og leikni hans lýtalítil; hinar hröðustu tónaraðir glitra í samfelldum línum, svo að örsjald- an ber skugga á, og er þá vel borgið svo viðkvæmu og vandblásnu hljóðfæri sem skógarhornið er. Á píanóinu rétti hann einnig að Chopin fagra og forkunnar vel úti látna kveðju með víðþekktum verk- um hins pólska píanósnillings. Victor Ur- bantschitsch aðstoðaði við píanóið með vandaðri alúð. Guðmunda Elíasdóttir flutti ýmis sönglög og aríur með tryggri aðstoð Vict- ors Urbantschitsch. Söngkonan sýndi margar hliðar á góðri gáfu sinni með fjölbreyttri efnisskrá. Einna mesta eft- irtekt vakti nýtt lag eftir Pál Pálsson, Nú andar næturblær, sem Guðmunda söng af góðum trúleik og lofsverðri við- leitni til að anðga verkefnaval sitt með skammti frá samtíðinni, og ættu fleiri söngvarar okkar að taka fordæmi hennar til gagngerðrar athugunar, ef þeir ekki vilja hætta á þá tvísýnu, að fólk dauf- heyrist við söngflutningi þeirra af þeirri einföldu ástæðu, að forheimskun er ekki eftirsóknarverð, og allir hugsandi menn hljóta að sjá, hvílík hætta er fólgin í því að endurtaka fyrir hlustum landsmanna í sifellu sömu lögin. Slík upptugga hlýtur að glæða heimsku manna og valda stöðn- un. Lag Páls er alvarleg tilraun til þess að kafa dýpra en hér hefir tíðkazt hingað til í sönglagagerð á fyrsta fjórðungi ald- arinnar. Bygging þess er höfug og sver sig í ætt við finnska skógar-rómantík, hljómarnir eru litauðugir i krómatík sinni og spretta fram í eðlilegri rás rökrænnnar framvindu. Guðmunda flutti söng sinn af listrænni löngun og ágætum smekk, en rödd hennar á eftir að öðlast fyllra sam- ræmi í hljóðstafasetningu og frekara sjálfstæði. Söngfélagið Harpa með aðstoð hljóm- sveitar undir skilmerkilegri stjórn Ro- bert Abraham söng Örlagaljóð Brhams og 79. kantötu Bachs, en ein flutti hljóm- sveitin kveðjusymfóníu Haydns. Vegna óhentugs húsnæðis naut kórinn sín hvergi, og var það mjög slysalegt svo mikill feng- ur sem var að verkefnunum. Kórista-sóló höfðu mjög þokkalega á hendi Helga Magnúsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir. Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Halldórs- son. Hljóðfærasóló fóru þeir hið bezta með, Karl Runólfsson og Guðlaugur Magnússon (trompet), Oddgeir Hjart- arson (flauta) og Heinz Edelstein (celló). Kórinn var ekki allskostar nógu liðsterk- ur fyrir svo viðamikil verk með öflugum hljómsveitarundirleik. (Það er sitt þvað að syngja „a cappella" og svo með or- kestri.) Aftur á móti sýndi hljómsveit- in marga góða tilþri faspretti. Erling Blpndal Bengtson sannaði það með filjómleikum sínum, að i honum býr efni í óvenjulegan cellista. Tækni svo ungs hljóðfæraleikara er furðulega mikil. þótt enn eigi tónninn eftir að öðlast meiri ávala fyllingu, sem ekki er heldur til- tökumál. Var honum sýnt um að skila viðfangsefnunum með hreinni stílvitund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.